Leikmaður Vestra fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:31 Vestramenn lentu í vandræðum á leiðinni heim til Ísafjarðar. Vísir/Diego Leikmaður Vestra endaði á sjúkrahúsi eftir bílveltu í gær en hún varð þegar liðið var á leið heim til Ísafjarðar eftir fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti. Besta deild karla Vestri Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira
Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Sjá meira