Fótbolti

Guð­rún myndi gera allt fyrir Ís­land: „Hentu mér í senterinn, ég er til“

Aron Guðmundsson skrifar
Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýn á góð úrslit gegn sterku liði Þjóðverja í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun
Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýn á góð úrslit gegn sterku liði Þjóðverja í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun Vísir

Guð­rún Arnar­dóttir, varnar­maður ís­lenska lands­liðsins er bjart­sýn á gott gengi liðsins í stór­leik gegn Þjóð­verjum í undan­keppni EM á Tivoli leik­vanginum í Aachen á morgun. Guð­rún hefur þurft að að­laga sig að nýju hlut­verki innan ís­lenska liðsins en segist myndi spila hvaða stöðu sem er fyrir Ís­land.

Aron Guð­munds­son skrifar frá Aachen.

Ís­lenska lands­liðið æfði í morgun á Tivoli leik­vanginum í Aachen og lagði þar með loka­hönd á undir­búning sinn fyrir leikinn gegn Þýska­landi annað kvöld. Um upp­gjör topp­liða riðilsins er að ræða á þessum tíma­punkti undan­keppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu um­ferð, Ís­land gegn Pól­landi og Þýska­land með herkjum gegn ná­grönnum sínum frá Austur­ríki.

„Við förum með góða til­finningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Pól­landi á dögunum,“ segir Guð­rún í sam­tali við Vísi fyrir æfingu ís­lenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýska­landi, í Þjóða­deildinni á síðasta ári heima á Ís­landi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða mögu­leika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“

Það er náttúru­lega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið?

„Jú al­gjör­lega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta and­lit í leiknum við þær hérna úti í Þýska­landi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heima­leikur okkar við þær var tölu­vert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg mögu­leikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitt­hvað úr þessum leik.“

Gengi ís­lenska liðsins hefur verið gott upp á síð­kastið og frammi­staðan gegn Pól­landi í fyrstu um­ferð undan­keppninnar, sem skóp 3-0 sigur Ís­lands, gefur ekki á­stæðu til annars en bjart­sýni fyrir komandi leik gegn Þjóð­verjum.

Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta?

„Jú al­gjör­lega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammi­stöðu á móti Pól­landi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfs­traust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitt­hvað út úr þessum leik.“

Guð­rún hefur þurft að að­lagast nýju hlut­verki í ís­lenska lands­liðinu. Hún, sem mið­vörður að upp­lagi, hefur verið að sinna hægri bak­varðar stöðunni upp á síð­kastið. Það krefst kannski ör­lítið meiri undir­búnings.

„Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leik­greinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnar­lega er þetta kannski frekar auð­velt fyrir mig en sóknar­lega hef ég þurft að undir­búa mig að­eins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir ís­lenska lands­liðið. Ég tek bara því hlut­verki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“

Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir ís­lenska lands­liðið?

„Já já. Hentu mér bara í fram­línuna ég er til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×