Stjörnufans á Nesinu og forsetahjónin skella sér í pottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2024 10:05 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid bjuggu á Seltjarnarnesinu áður en Guðni var kjörinn forseti Íslands árið 2016. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Seltjarnarness á morgun í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. Seltjarnarnes hlaut kaupstaðarréttindi í lok mars 1974. Stjörnur á borð við Jón Jónsson, Bubba Morthens, Helga Hrafn og Tinu Dickow, Víking Heiðar og Jóhann Helgason koma fram. Heimsóknin hefst klukkan 07:40 í Sundlaug Seltjarnarness þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri tekur á móti forsetahjónum og fara þau í heita pottinn saman ásamt fastagestum laugarinnar. Að því loknu heimsækja forsetahjón bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar þar sem þau njóta morgunkaffis með starfsfólki og fá kynningu á uppbyggingu og helstu verkefnum bæjarins um þessar mundir. Þá ávarpar forseti hátíðarfund bæjarstjórnar í tilefni 50 ára afmælisins. Bæjarskrifstofur Seltjarnarness.Vísir/Arnar Forsetahjón munu að því loknu heimsækja fjölda stofnana og fyrirtækja á Seltjarnarnesi til að fræðast um bæjarlífið og ræða við íbúa. Byrjað verður í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og leikskólanum Mánabrekku. Lúðrasveit tónlistarskólans leiðir göngu milli lóðanna og við Mánabrekku sameinast leikskólabörn og syngja fyrir forsetahjón og föruneyti. Því næst heimsækja hjónin nýsköpunarhúsið Innovation House og Vivaldi á Eiðistorgi og fá þar kynningu á starfsemi ungra frumkvöðla og sprotafyrirtækja sem þar hafa aðstöðu. Þaðan verður gengið yfir á Bókasafn Seltjarnarness og þar sem opnuð verður sýningin „Stiklað á stóru um sögu Seltjarnarness“. Nokkrir Seltirningar segja frá minningum sínum af uppbyggingu bæjarins og forseti ávarpar gesti. Von er á margmenni á Eiðistorg seinni partinn á morgun.Vísir/Vilhelm Þegar líður að hádegi verður haldið í skoðunarferð út í Gróttu. Á leiðinni verður Seltjarnarneskirkja heimsótt og komið við í góðgerðarversluninni Elley auk þess sem numið verður staðar við hitaveituhúsið, hákarlahjallinn og listaverkið Bollastein. Því næst verður fjaran gengin út í Gróttu, náttúran og húsin í eyjunni skoðuð auk þess sem farið verður upp í Gróttuvita. Þá verður hádegisverður snæddur á veitingastaðnum Ráðagerði. Eftir hádegi heimsækja forsetahjón hjúkrunarheimilið Seltjörn og síðan safnasvæðið þar sem þau skoða verðandi Náttúruhús, Lyfjafræðisafnið. Þá verður Tónlistarskóli Seltjarnarness heimsóttur en þar mun Víkingur Heiðar Ólafsson vígja nýjan konsertflygil sem keyptur var í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Forsetahjón heimsækja að því loknu félagsstarf í íbúðakjarna eldri bæjarbúa á Skólabraut og líta loks inn á síðdegisæfingum barna í íþróttahúsinu. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Seltjarnarness lýkur með þátttöku í afmælishátíð á Eiðistorgi þar sem blásið er til kl. 16:30 fyrir íbúa bæjarins. Þar verður boðið upp á afmælisköku og fjöldi tónlistarfólks frá Seltjarnarnesi kemur fram. Má þar nefna Jón Jónsson ásamt ungum tónlistarskólanemum, einnig Bubba Morthens og Jóhann Helgason ásamt Selkórnum auk hjónanna Helga Hrafns og Tinu Dickow. Eva María Jónsdóttir stýrir veislunni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst gefa listamennirnir allir vinnu sína á þessum tímamótum bæjarins. Forseti flytur hátíðarávarp og færir bæjarstjóra gjöf til bæjarins. Seltjarnarnes Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Heimsóknin hefst klukkan 07:40 í Sundlaug Seltjarnarness þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri tekur á móti forsetahjónum og fara þau í heita pottinn saman ásamt fastagestum laugarinnar. Að því loknu heimsækja forsetahjón bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar þar sem þau njóta morgunkaffis með starfsfólki og fá kynningu á uppbyggingu og helstu verkefnum bæjarins um þessar mundir. Þá ávarpar forseti hátíðarfund bæjarstjórnar í tilefni 50 ára afmælisins. Bæjarskrifstofur Seltjarnarness.Vísir/Arnar Forsetahjón munu að því loknu heimsækja fjölda stofnana og fyrirtækja á Seltjarnarnesi til að fræðast um bæjarlífið og ræða við íbúa. Byrjað verður í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og leikskólanum Mánabrekku. Lúðrasveit tónlistarskólans leiðir göngu milli lóðanna og við Mánabrekku sameinast leikskólabörn og syngja fyrir forsetahjón og föruneyti. Því næst heimsækja hjónin nýsköpunarhúsið Innovation House og Vivaldi á Eiðistorgi og fá þar kynningu á starfsemi ungra frumkvöðla og sprotafyrirtækja sem þar hafa aðstöðu. Þaðan verður gengið yfir á Bókasafn Seltjarnarness og þar sem opnuð verður sýningin „Stiklað á stóru um sögu Seltjarnarness“. Nokkrir Seltirningar segja frá minningum sínum af uppbyggingu bæjarins og forseti ávarpar gesti. Von er á margmenni á Eiðistorg seinni partinn á morgun.Vísir/Vilhelm Þegar líður að hádegi verður haldið í skoðunarferð út í Gróttu. Á leiðinni verður Seltjarnarneskirkja heimsótt og komið við í góðgerðarversluninni Elley auk þess sem numið verður staðar við hitaveituhúsið, hákarlahjallinn og listaverkið Bollastein. Því næst verður fjaran gengin út í Gróttu, náttúran og húsin í eyjunni skoðuð auk þess sem farið verður upp í Gróttuvita. Þá verður hádegisverður snæddur á veitingastaðnum Ráðagerði. Eftir hádegi heimsækja forsetahjón hjúkrunarheimilið Seltjörn og síðan safnasvæðið þar sem þau skoða verðandi Náttúruhús, Lyfjafræðisafnið. Þá verður Tónlistarskóli Seltjarnarness heimsóttur en þar mun Víkingur Heiðar Ólafsson vígja nýjan konsertflygil sem keyptur var í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Forsetahjón heimsækja að því loknu félagsstarf í íbúðakjarna eldri bæjarbúa á Skólabraut og líta loks inn á síðdegisæfingum barna í íþróttahúsinu. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Seltjarnarness lýkur með þátttöku í afmælishátíð á Eiðistorgi þar sem blásið er til kl. 16:30 fyrir íbúa bæjarins. Þar verður boðið upp á afmælisköku og fjöldi tónlistarfólks frá Seltjarnarnesi kemur fram. Má þar nefna Jón Jónsson ásamt ungum tónlistarskólanemum, einnig Bubba Morthens og Jóhann Helgason ásamt Selkórnum auk hjónanna Helga Hrafns og Tinu Dickow. Eva María Jónsdóttir stýrir veislunni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst gefa listamennirnir allir vinnu sína á þessum tímamótum bæjarins. Forseti flytur hátíðarávarp og færir bæjarstjóra gjöf til bæjarins.
Seltjarnarnes Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira