Leverkusen einum sigri frá titlinum eftir hrun Bayern gegn Heidenheim Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 15:33 Xabi Alonso er að gera frábæra hluti með lið Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Bayer Leverkusen getur tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Stórlið Bayern Munchen tapaði á vandræðalegan hátt gegn Heidenheim í dag. Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1 Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Bayer Leverkusen var fyrir leik dagsins með þrettán stiga forskot á stórlið Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso í Leverkusen hafa ekki enn tapað í deildinni í vetur og haft mikla yfirburði. Bayern Munchen mætti liði Heidenheim á útivelli en heimaliðið er eitt af minnstu félögunum í þýsku deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Bayern ætlaði að sýna mátt sinn og megin því Harry Kane og Serge Gnabry komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Harry Kane og félagar áttu hörmungar síðari hálfleik gegn smáliði Heidenheim í dag.Vísir/Getty Leikur meistaranna hrundi hins vegar í síðari hálfleik. Heimalið Heidenheim jafnaði með tveimur mörkum á 50. og 51. mínútu og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Tim Kleikdienst og kom Heidenheim í 3-2 forystu. Leikmenn Bayern reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vandræðalegt tap Bayern Munchen staðreynd og ekki veganestið sem liðið vildi fyrir viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Bayern have lost more than 5 games in a Bundesliga season for the first time since 2011/12. Bayern have also lost to a Bundesliga debutant side for the first time since 2000. pic.twitter.com/PGJPMZsZqp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2024 Á sama tíma mætti Leverkusen liði Union Berlin á útivelli í höfuðborginni. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en í uppbótartíma gerðust hlutirnir heldur betur. Fyrst fékk Robin Gosens leikmaður Union Berlin sitt annað gula spjald og þar með rautt og á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Florian Wirtz og kom Leverkusen í forystu. Í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Leverkusen sigldi 1-0 sigri í höfn í ljósi þess að Bayern tapaði sínum leik er forysta Leverkusen nú sextán stig þegar sex umferðir eru eftir. Sigur í næstu umferð gegn Werder Bremen á heimavelli tryggir Leverkusen þýska meistaratitilinn. Robin Gosens fær að sjá rauða spjaldið.Vísir/Getty RB Leipzig lyfti sér upp í 4. sætið um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Freiburg. Dortmund getur þó náð 4. sætinu á nýjan leik síðar í dag en liðið mætir Stuttgart á heimavelli en Stuttgart situr í 3. sæti deildarinnar. Úrslit dagsins í þýsku úrvalsdeildinni: FC Köln - Bochum 2-1Freiburg - RB Leipzig - 1-4Heidenheim - Bayern Munchen 3-2Mainz - Darmstadt 4-0Union Berlin - Leverkusen 0-1
Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn