Hljómahöllin fagnar 10 ára afmæli með opnu húsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2024 13:04 Tómas Young, forstöðumaður Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ, sem hvetur fólk til að mæta í afmælisveisluna í dag. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram. Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend
Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira