„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:11 Sveindís jane Jónsdóttir skoraði þriðja mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
„Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39