„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:58 Fanney Inga Birkisdóttir átti góðan leik í íslenska markinu. Vísir/Hulda Margrét Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira