Fótbolti

Sjáðu myndirnar: Ís­lendingarnir spiluðu við ó­trú­legar að­stæður

Aron Guðmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby á harða spretti á eftir boltanum á blautum vellinum.
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby á harða spretti á eftir boltanum á blautum vellinum. Mynd: Lyngby Boldklub

Íslendingalið Lyngby þurfti að sætta sig við jafntefli og eitt stig frá leik sínum gegn OB í úrslitakeppni neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var við afar erfiðar aðstæður.

Það rigndi látlaust á meðan á leik liðanna stóð og áttu leikmenn beggja liða erfitt með að athafna sig og ná upp góðu spili í pollkennda vellinum.

Mikið var undir fyrir bæði lið sem berjast nú um að halda sæti sínu í efstu deild. Sigur hefði gert mikið fyrir bæði lið en svo fór að leiknum lauk með markalausu jafntefli. 

Lyngby er sem stendur í í fjórða sæti af sex í úrslitakeppni neðri hlutans, einu stigi frá fallsæti, en OB situr einu sæti ofar með 25 stig, einu stigi meira en Lyngby. 

Leikurinn fór fram á heimavelli Lyngby. Íslensku landsliðsmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen voru allir í byrjunarliði Lyngby í leiknum. 

Svipmyndir af vellinum og aðstæðunum sem boðið var upp á í leik kvöldsins má sjá hér fyrir meðan: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×