Ein besta vinkonan í landsliðinu orðin liðsfélagi hennar í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2024 15:00 Hlín Eiríksdóttir er ánægð með undirbúningstímabilið og líka nýja íslenska liðsfélagann. Vísir/Sigurjón Landsliðsframherjinn Hlín Eiríksdóttir hefur verið í miklu stuði á undirbúningstímabilinu með Kristianstad í Svíþjóð en í dag verður hún í eldlínunni með íslenska landsliðinu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2025. Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Valur Páll Eiríksson hitti Hlín í aðdraganda leiksins á móti Póllandi en hann fer fram á Kópavogsvellinum í dag. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið fyrir nýtt tímabil? „Það gengur bara vel og mér finnst við vera á góðum stað. Það voru vonbrigðarúrslit í bikarkeppninni í Svíþjóð sem er eiginlega spiluð á undirbúningstímabilinu. Ég held að það hafi samt verið mikilvægt fyrir okkur upp á lærdóm. ,“ sagði Hlín Eiríksdóttir. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Ég held að við séum í góðu flæði sem lið.,“ sagði Hlín og hún er ánægð með að fá Guðnýju Árnadóttir sem nýjan liðsfélaga í Kristianstad. „Það er bara geggjað og alveg frábært. Í fyrsta lagi er hún ein af bestu vinkonunum mínum í landsliðinu og þetta er því ótrúlega gaman fyrir mig. Svo er hún leikmaður sem passar vel inn í okkar leikskipulag. Ég held að hún eigi eftir að nýtast okkur ótrúlega vel enda er hún búin að standa sig vel fyrstu vikurnar,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að skora mikið af mörum á undirbúningstímabilinu. Kemur hún ekki bara í fínu standi inn í þetta landsliðsverkefni? „Jú algjörlega. Mér finnst ég vera búin að eiga gott undirbúningstímabil og búin að vera í flæði allt undirbúningstímabilið. Ég er með hörkusjálfstraust og vonandi get ég tekið það með mér hingað,“ sagði Hlín. Hvernig leik er hægt að búast við á móti Póllandi? „Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur. Núna þegar við erum að spila í þessari A-deild þá eru allir leikir mjög erfiðir. Ég vonast til þess að við getum sýnt góða frammistöðu og ég held að við getum sannarlega unnið þær á góðum degi,“ sagði Hlín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hlín: Ég er með hörkusjálfstraust
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira