Katrín hafi enn ekki ákveðið sig Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 11:49 Guðmundur Ingi var brattur að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð. Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33
Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15
Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46