Einn besti framherji heims í Kópavogi í dag: „Þeirra langbesti leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er algjör markamaskína eins og hún hefur sýnt í búningi Póllands og Wolfsburg. EPA-EFE/Marcin Gadomski Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar nýja undankeppni fyrir EM á Kópavogsvelli í dag, með leik við Pólland. Í pólska liðinu er markadrottningin Ewa Pajor langþekktasta nafnið. Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00