Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Höttur 63-54 | Álftanes sá til þess að Stjarnan komst ekki í úrslitakeppnina Andri Már Eggertsson skrifar 4. apríl 2024 20:45 Vísir/Bára Álftanes vann níu stiga sigur gegn Hetti 63-54. Fyrri hálfleikur var afar slæmur hjá báðum liðum en heimamenn spiluðu betur í síðari hálfleik og unnu nokkuð öruggan sigur. Leikurinn fór afar rólega af stað og það gerðist afar lítið fyrstu sjö mínúturnar. Það var lítill hraði og mikið um hnoð inn í teig sem skilaði litlu. Heimamenn hittu afar illa fyrstu sjö mínúturnar og voru aðeins með 16 prósent skotnýtingu úr opnum leik. Leikmenn Hattar voru einnig ekki að finna fjölina sína og voru aðeins þremur stigum yfir 5-8. Síðustu þrjár mínúturnar voru betri hjá báðum liðum sem þurftu að hafa minna fyrir hverri körfu. Cedrick Bowen kom með ferska vinda af bekknum inn í Álftanes liðið og gerði sex stig á stuttum tíma. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn 14-14. Fyrsta áhlaup leiksins kom í öðrum leikhluta. Fjórum stigum undir datt Álftanes í gang og gerði tólf stig í röð. Gestirnir voru að tapa boltanum klaufalega sem Álftanes refsaði fyrir. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sá enga ástæðu til þess að taka leikhlé og bregðast við. Álftanes var einu stigi yfir í hálfleik 26-25. Það var það lítið að gerast í þessum leik að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mikið í símanum. Heimamenn spiluðu töluvert betur í þriðja leikhluta heldur en í fyrri hálfleik. Eftir að Höttur gerði fyrstu fjögur stigin svöruðu Álftnesingar með þrettán stigum í röð og komust tíu stigum yfir 39-29. Það var oft á tíðum átakanlegt að fylgjast með spilamennsku Hattar þar sem ekkert gekk upp. Álftanes gerði 20 stig í þriðja leikhluta sem var sex stigum minna en liðið gerði í fyrri hálfleik. Staðan var 46-35 fyrir síðasta fjórðung. Heimamenn gerðu fyrstu sex stigin í fjórða leikhluta og komust sautján stigum yfir 52-35. Hetti tókst að minnka forskot Álftnesinga minnst niður í sjö stig en nær komust gestirnir ekki og leikurinn endaði með níu stiga sigri heimamanna 63-54. Af hverju vann Álftanes? Bæði lið höfðu tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppnina og fyrri hálfleikur litaðist af því. Heimamenn voru sterkari á svellinu í síðari hálfleik og gerðu þrettán stig í röð í þriðja leikhluta og litu ekki um öxl eftir það. Hverjir stóðu upp úr? Ville Tahvanainen dróg vagninn fyrir Álftnesinga í fyrri hálfleik þegar liðið var í vandræðum með að setja stig á töfluna. Ville gerði 10 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig. Eysteinn Bjarni Ævarsson var öflugur í kvöld og gerði 11 stig. Hann tók einnig 7 fráköst. Hvað gekk illa? Höttur hafði lítinn áhuga á að vinna leikinn og það sást. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tók ekki leikhlé í öðrum leikhluta þegar Álftanes gerði tólf stig í röð og tók einnig ekki leikhé í þriðja leikhluta þegar Álftanes gerði þrettán stig í röð. Ásamt því spilaði enginn yfir 24 mínútur hjá Hetti og stigaskorið dreifðist á tíu leikmenn sem er ansi mikið. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin. Höttur mætir Val og Álftanes mætir Keflavík. „Ég hræðist ekki Val“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór yfir strikið eftir leik gegn Njarðvík að mati aganefndar KKÍ.VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar spenntur fyrir úrslitakeppninni sem framundan er hjá Hetti í fyrsta skipti í sögu félagsins. „Mér fannst þetta flatt og orkulaust. Menn voru að passa að meiða sig ekki og þarna voru lið að mætast sem hafa aldrei verið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar áður,“ sagði Viðar og hélt áfram. „Ég vildi að við myndum keyra upp hraðann og sýna meiri gæði. Okkar öftustu menn á bekknum voru með mestu orkuna.“ Viðar sagðist vera spenntur að fá Val í fyrstu umferð og það væri mikil spenningur á Egilsstöðum fyrir úrslitakeppninni. „Ég hræðist ekki Val. Ég er fullur tilhlökkunar fyrir það verkefni og það var planið að dreifa álaginu. Ég hefði ég óskað eftir því að frammistaðan hefði verið betri og við vorum ekki að hugsa um neina andstæðinga fyrir leik.“ „Þetta er stórt fyrir körfubolta á Austurlandi. Við erum að bíða eftir þessu og þetta er risastórt fyrir okkur og við ætlum að mæta virkilega klárir í þetta. Vonandi verður þetta bara eins og hver annar dagur á skrifstofunni fyrir Val og þeir mæta ekki peppaðir í þetta á meðan við mætum dýrvitlausir,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum. Subway-deild karla Höttur UMF Álftanes
Álftanes vann níu stiga sigur gegn Hetti 63-54. Fyrri hálfleikur var afar slæmur hjá báðum liðum en heimamenn spiluðu betur í síðari hálfleik og unnu nokkuð öruggan sigur. Leikurinn fór afar rólega af stað og það gerðist afar lítið fyrstu sjö mínúturnar. Það var lítill hraði og mikið um hnoð inn í teig sem skilaði litlu. Heimamenn hittu afar illa fyrstu sjö mínúturnar og voru aðeins með 16 prósent skotnýtingu úr opnum leik. Leikmenn Hattar voru einnig ekki að finna fjölina sína og voru aðeins þremur stigum yfir 5-8. Síðustu þrjár mínúturnar voru betri hjá báðum liðum sem þurftu að hafa minna fyrir hverri körfu. Cedrick Bowen kom með ferska vinda af bekknum inn í Álftanes liðið og gerði sex stig á stuttum tíma. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn 14-14. Fyrsta áhlaup leiksins kom í öðrum leikhluta. Fjórum stigum undir datt Álftanes í gang og gerði tólf stig í röð. Gestirnir voru að tapa boltanum klaufalega sem Álftanes refsaði fyrir. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sá enga ástæðu til þess að taka leikhlé og bregðast við. Álftanes var einu stigi yfir í hálfleik 26-25. Það var það lítið að gerast í þessum leik að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mikið í símanum. Heimamenn spiluðu töluvert betur í þriðja leikhluta heldur en í fyrri hálfleik. Eftir að Höttur gerði fyrstu fjögur stigin svöruðu Álftnesingar með þrettán stigum í röð og komust tíu stigum yfir 39-29. Það var oft á tíðum átakanlegt að fylgjast með spilamennsku Hattar þar sem ekkert gekk upp. Álftanes gerði 20 stig í þriðja leikhluta sem var sex stigum minna en liðið gerði í fyrri hálfleik. Staðan var 46-35 fyrir síðasta fjórðung. Heimamenn gerðu fyrstu sex stigin í fjórða leikhluta og komust sautján stigum yfir 52-35. Hetti tókst að minnka forskot Álftnesinga minnst niður í sjö stig en nær komust gestirnir ekki og leikurinn endaði með níu stiga sigri heimamanna 63-54. Af hverju vann Álftanes? Bæði lið höfðu tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppnina og fyrri hálfleikur litaðist af því. Heimamenn voru sterkari á svellinu í síðari hálfleik og gerðu þrettán stig í röð í þriðja leikhluta og litu ekki um öxl eftir það. Hverjir stóðu upp úr? Ville Tahvanainen dróg vagninn fyrir Álftnesinga í fyrri hálfleik þegar liðið var í vandræðum með að setja stig á töfluna. Ville gerði 10 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig. Eysteinn Bjarni Ævarsson var öflugur í kvöld og gerði 11 stig. Hann tók einnig 7 fráköst. Hvað gekk illa? Höttur hafði lítinn áhuga á að vinna leikinn og það sást. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tók ekki leikhlé í öðrum leikhluta þegar Álftanes gerði tólf stig í röð og tók einnig ekki leikhé í þriðja leikhluta þegar Álftanes gerði þrettán stig í röð. Ásamt því spilaði enginn yfir 24 mínútur hjá Hetti og stigaskorið dreifðist á tíu leikmenn sem er ansi mikið. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin. Höttur mætir Val og Álftanes mætir Keflavík. „Ég hræðist ekki Val“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór yfir strikið eftir leik gegn Njarðvík að mati aganefndar KKÍ.VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar spenntur fyrir úrslitakeppninni sem framundan er hjá Hetti í fyrsta skipti í sögu félagsins. „Mér fannst þetta flatt og orkulaust. Menn voru að passa að meiða sig ekki og þarna voru lið að mætast sem hafa aldrei verið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar áður,“ sagði Viðar og hélt áfram. „Ég vildi að við myndum keyra upp hraðann og sýna meiri gæði. Okkar öftustu menn á bekknum voru með mestu orkuna.“ Viðar sagðist vera spenntur að fá Val í fyrstu umferð og það væri mikil spenningur á Egilsstöðum fyrir úrslitakeppninni. „Ég hræðist ekki Val. Ég er fullur tilhlökkunar fyrir það verkefni og það var planið að dreifa álaginu. Ég hefði ég óskað eftir því að frammistaðan hefði verið betri og við vorum ekki að hugsa um neina andstæðinga fyrir leik.“ „Þetta er stórt fyrir körfubolta á Austurlandi. Við erum að bíða eftir þessu og þetta er risastórt fyrir okkur og við ætlum að mæta virkilega klárir í þetta. Vonandi verður þetta bara eins og hver annar dagur á skrifstofunni fyrir Val og þeir mæta ekki peppaðir í þetta á meðan við mætum dýrvitlausir,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti