Fékk aðstoð frá fyrrum þjálfara Tigers en besta ráðið kom frá dótturinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 12:00 Rory McIlroy fékk góð ráð frá þriggja ára dóttur sinni. Keyur Khamar/PGA TOUR via Getty Images Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hefur leitað til til fyrrum þjálfara Tiger Woods, eins besta kylfings allra tíma, til að reyna að bæta leik sinn fyrir stærsta mót ársins. McIlroy, sem situr í öðru sæti heimslistans, getur orðið aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni til að vinna öll fjögur risamótin takist honum að vinna Masters-mótið sem hefst eftir slétta viku. Norður-Írinn hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarið og á yfirstandandi tímabili hefur honum aðeins einu sinni tekist að lenda í einu af efstu tuttugu sætunum á PGA-mótaröðinni. Þessi 34 ára gamli kylfingur hefur því leitast eftir aðstoð frá Butch Harmon. Harmon var áður þjálfari Tiger Woods og vann með honum til ársins 2002. Á þeim tíma sem þeir unnu saman vann Tiger sína fyrstu átta risatitla og var efstur á heimslistanum þegar leiðir þeirra skildu. „Ég fór í golftíma hjá Butch Harmon í síðustu viku,“ sagði McIlroy í hlaðvarpinu I Can Fly. „Ég hef hitt hann nokkrum sinnum í gegnum árin. Kannski einu sinni á nokkurra ára fresti. Ég hef bara heyrt í honum og beðið um að fá að hitta hann og hvort hann geti bent mér á eitthvað sem honum finnst að ég geti lagað.“ Rory McIlroy visited Tiger Woods' former coach Butch Harmon for a golf lesson before The Masters......but it turns out the best advice he got was much closer to home 😂#BBCGolf #TheMasters pic.twitter.com/qT8dwUS1dz— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) April 3, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið golfkennslu frá hinum margreynda Butch Harmon segir McIlroy þó að besta ráðið sem hann hafi fengið hafi komið frá þriggja ára dóttur hans. „Þegar ég var að leggja af stað upp á flugvöll til að hitta Harmon í Las Vegas spurði þriggja ára dóttir mín mig hvert ég væri að fara og ég sagði henni að ég væri að fara í golfkennslu. Hún sagði: „Pabbi, þú kannt alveg að spila golf“ og það er líklega besta ráðið sem ég hef fengið seinustu þrjú ár,“ bætti McIlroy við. Golf Masters-mótið Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
McIlroy, sem situr í öðru sæti heimslistans, getur orðið aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni til að vinna öll fjögur risamótin takist honum að vinna Masters-mótið sem hefst eftir slétta viku. Norður-Írinn hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarið og á yfirstandandi tímabili hefur honum aðeins einu sinni tekist að lenda í einu af efstu tuttugu sætunum á PGA-mótaröðinni. Þessi 34 ára gamli kylfingur hefur því leitast eftir aðstoð frá Butch Harmon. Harmon var áður þjálfari Tiger Woods og vann með honum til ársins 2002. Á þeim tíma sem þeir unnu saman vann Tiger sína fyrstu átta risatitla og var efstur á heimslistanum þegar leiðir þeirra skildu. „Ég fór í golftíma hjá Butch Harmon í síðustu viku,“ sagði McIlroy í hlaðvarpinu I Can Fly. „Ég hef hitt hann nokkrum sinnum í gegnum árin. Kannski einu sinni á nokkurra ára fresti. Ég hef bara heyrt í honum og beðið um að fá að hitta hann og hvort hann geti bent mér á eitthvað sem honum finnst að ég geti lagað.“ Rory McIlroy visited Tiger Woods' former coach Butch Harmon for a golf lesson before The Masters......but it turns out the best advice he got was much closer to home 😂#BBCGolf #TheMasters pic.twitter.com/qT8dwUS1dz— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) April 3, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið golfkennslu frá hinum margreynda Butch Harmon segir McIlroy þó að besta ráðið sem hann hafi fengið hafi komið frá þriggja ára dóttur hans. „Þegar ég var að leggja af stað upp á flugvöll til að hitta Harmon í Las Vegas spurði þriggja ára dóttir mín mig hvert ég væri að fara og ég sagði henni að ég væri að fara í golfkennslu. Hún sagði: „Pabbi, þú kannt alveg að spila golf“ og það er líklega besta ráðið sem ég hef fengið seinustu þrjú ár,“ bætti McIlroy við.
Golf Masters-mótið Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira