Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 15:33 Stuðningsfólk Baldurs vildi máta hann við sex kandídata til embættis forseta Íslands. Þrír höfðu ekki tilkynnt um framboð þegar könnunin hófst en Jón Gnarr bættist í framboðshópinn í gærkvöldi. Halla Hrund og Katrín eru enn undir feldi. Vísir/SaraRut Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. Farin var sú leið að bera Baldur saman við þá sem mest hefur borið á í umræðu í tengslum við embættið. Þannig vildi stuðningsfólk Baldurs máta hann við líklegustu keppinauta. Svarendur Prósents fengu lista yfir nokkra einstaklinga sem hafa ýmist stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð eða verið orðaðir við framboð. Spurt var: Hver af eftirfarandi myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands, óháð því hvort að einstaklingurinn hafi tilkynnt framboð sitt eða ekki? Könnun var framkvæmd dagana 28. mars til 3. apríl, úrtakið var 2500 manns og svarhlutfall 52 prósent. 1256 svöruðu könnuninni. Tæplega fimmtungur tók ekki afstöðu. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær og rýna í tölurnar.Prósent Baldur Þórhallsson fékk 27 prósent atkvæða. Næst á hæla honum komu hnífjöfn Jón Gnarr leikari og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með 17 prósent. Halla Tómasdóttir, forstjóri B team, er í fjórða sæti með tíu prósent. Nafna hennar Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Arnar Þór Jónsson lögmaður koma þar á eftir með fjögur prósent. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar rekur svo lestina af þeim sem spurt var um með eitt prósent. Nítján prósent þeirra 1256 sem svöruðu könnuninni svöruðu „veit ekki“. Hér má sjá niðurstöðurnar með tilliti til kyns og aldurs þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Ýmislegt hefur gerst á þeim sex dögum sem könnunin tók til. Jón Gnarr tilkynnti um framboð í gær, Guðmundur Felix Grétarsson bættist í hópinn í dag og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er byrjuð að safna meðmælum. Þá tjáði Katrín Jakobsdóttir sig loksins í dag um framboð sem hún sagðist íhuga alvarlega. Þá ber að nefna að um sextíu manns eru skráðir í meðmælasöfnun á vefsíðunni Ísland.is. Þó liggur fyrir að hluti þeirra gerði það fyrir mistök, aðrir í gríni og svo aðrir af alvöru án þess að hafa kynnt framboð sín sérstaklega til leiks. Áhugavert er að skoða bakgrunnsbreytur þeirra sem tóku afstöðu í könnun Prósents fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þar sést meðal annars að Baldur nýtur meira fylgir meðal kvenna og hið sama gildir um Höllu Tómasdóttur. Katrín og Jón njóta ívið meirri stuðnings hjá körlum. Hér má sjá fylgi þeirra sjö sem spurt var um miðað við búsetu og menntun þátttakenda í könnuninni. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Baldur nýtur mest fylgis í öllum aldurshópum nema þeim yngsta. Þar eru yfirburðir Jóns Gnar algjörir. Jón nýtur 49 prósents fylgis meðal fólks á aldrinum 18-24 ára á meðan innan við fjögur prósent þeirra eldri en 65 ára vilja sjá hann sem forseta. Hér má sjá afstöðu fólks eftir stöðu þess á vinnumarkaði og tekjum. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Þegar horft er til tekna fólksins þá hefur Baldur mest fylgi í öllum flokkum nema hátekjuflokknum. Þangað sækir Katrín Jakobsdóttir mest fylgi eða 34 prósent. Afstaða eftir hjúskaparstöðu og fjölda barna á heimili. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Gögnunum var safnað frá 28. mars til 3. apríl en um er að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið var 2500 manns, einstaklingar átján ára og eldri og var svarhlutfall 52 prósent. „Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu. Tölur eru því námundaðar að næstu heilu tölu. Misræmi getur því verið á samanlögðum fjölda einstaklinga í greiningum og tíðnitöflum.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Farin var sú leið að bera Baldur saman við þá sem mest hefur borið á í umræðu í tengslum við embættið. Þannig vildi stuðningsfólk Baldurs máta hann við líklegustu keppinauta. Svarendur Prósents fengu lista yfir nokkra einstaklinga sem hafa ýmist stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð eða verið orðaðir við framboð. Spurt var: Hver af eftirfarandi myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands, óháð því hvort að einstaklingurinn hafi tilkynnt framboð sitt eða ekki? Könnun var framkvæmd dagana 28. mars til 3. apríl, úrtakið var 2500 manns og svarhlutfall 52 prósent. 1256 svöruðu könnuninni. Tæplega fimmtungur tók ekki afstöðu. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær og rýna í tölurnar.Prósent Baldur Þórhallsson fékk 27 prósent atkvæða. Næst á hæla honum komu hnífjöfn Jón Gnarr leikari og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með 17 prósent. Halla Tómasdóttir, forstjóri B team, er í fjórða sæti með tíu prósent. Nafna hennar Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Arnar Þór Jónsson lögmaður koma þar á eftir með fjögur prósent. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar rekur svo lestina af þeim sem spurt var um með eitt prósent. Nítján prósent þeirra 1256 sem svöruðu könnuninni svöruðu „veit ekki“. Hér má sjá niðurstöðurnar með tilliti til kyns og aldurs þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Ýmislegt hefur gerst á þeim sex dögum sem könnunin tók til. Jón Gnarr tilkynnti um framboð í gær, Guðmundur Felix Grétarsson bættist í hópinn í dag og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er byrjuð að safna meðmælum. Þá tjáði Katrín Jakobsdóttir sig loksins í dag um framboð sem hún sagðist íhuga alvarlega. Þá ber að nefna að um sextíu manns eru skráðir í meðmælasöfnun á vefsíðunni Ísland.is. Þó liggur fyrir að hluti þeirra gerði það fyrir mistök, aðrir í gríni og svo aðrir af alvöru án þess að hafa kynnt framboð sín sérstaklega til leiks. Áhugavert er að skoða bakgrunnsbreytur þeirra sem tóku afstöðu í könnun Prósents fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þar sést meðal annars að Baldur nýtur meira fylgir meðal kvenna og hið sama gildir um Höllu Tómasdóttur. Katrín og Jón njóta ívið meirri stuðnings hjá körlum. Hér má sjá fylgi þeirra sjö sem spurt var um miðað við búsetu og menntun þátttakenda í könnuninni. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Baldur nýtur mest fylgis í öllum aldurshópum nema þeim yngsta. Þar eru yfirburðir Jóns Gnar algjörir. Jón nýtur 49 prósents fylgis meðal fólks á aldrinum 18-24 ára á meðan innan við fjögur prósent þeirra eldri en 65 ára vilja sjá hann sem forseta. Hér má sjá afstöðu fólks eftir stöðu þess á vinnumarkaði og tekjum. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Þegar horft er til tekna fólksins þá hefur Baldur mest fylgi í öllum flokkum nema hátekjuflokknum. Þangað sækir Katrín Jakobsdóttir mest fylgi eða 34 prósent. Afstaða eftir hjúskaparstöðu og fjölda barna á heimili. Smellið á myndina til að stækka hana.Prósent Gögnunum var safnað frá 28. mars til 3. apríl en um er að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið var 2500 manns, einstaklingar átján ára og eldri og var svarhlutfall 52 prósent. „Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu. Tölur eru því námundaðar að næstu heilu tölu. Misræmi getur því verið á samanlögðum fjölda einstaklinga í greiningum og tíðnitöflum.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22