„Ég vil nota líkamann minn þangað til hann hættir að virka“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. apríl 2024 07:01 Jón Sigurður Gunnarsson fimleikamaður, tónlistarmaður, sirkuslistamaður og lífskúnstner ræddi við blaðamann um ferilinn, lífið og tilveruna. Vísir/Vilhelm „Þrautseigjan og seiglan heldur manni gangandi. Þú verður bara alltaf að standa aftur upp,“ segir fimleikastjarnan, margfaldi Íslandsmeistarinn, listamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Sigurður Gunnarsson, yfirleitt kallaður Nonni. Nonni, sem er að verða 32 ára í sumar, er alltaf með marga bolta á lofti og á sér stóra drauma. Blaðamaður ræddi við hann um lífið, ferilinn, fimleikana, listina, seigluna, föðurmissi, sorgarferli og fleira. Það er alltaf nóg um að vera hjá Nonna sem náði á dögunum að verja Íslandsmeistaratitil sinn á hringjum. Sömuleiðis eru breytingar í aðsigi. „Ég hugsaði með mér að ef ég næði ekki að verja titilinn þá væri ég hættur í þessu rugli. Þá væri bara komið gott, maður er líka orðinn svona gamall. En ég náði að verja hann og keppa aftur á öllum sex áhöldum sem ég hef ekki gert síðan 2017. Það er erfitt eftir þrítugt en ég náði að sanna fyrir sjálfum mér að ég get þetta ennþá og það er ótrúlega góð tilfinning.“ Nonni hefur eytt yfir 20 þúsund klukkustundum í fimleikasalnum. Vísir/Vilhelm Syrgir Ólympíuleikana eftir 25 ára undirbúning Nonni hefur verið að keppa á svokallaðri heimsbikaramótaröð síðastliðið ár og stóð á ákveðnum tímamótum. „Þetta var síðasti og eini sénsinn minn til að ná inn á Ólympíuleikana. Þetta eru fjögur mót, í Egyptalandi, Þýskalandi, Qatar og Azerbaijan. Ég keypti á þessum fyrstu tveimur ásamt vinum mínum. Ég er bara að keppa á hringjum sem er eina áhaldið sem ég átti séns með, því ég er í topp leveli þar. En við förum út og ég næ ekki alveg að performa eins og ég vonaðist til. Ég var búinn að undirbúa mig alveg ógeðslega mikið en þetta hitti ekki alveg á réttan dag. Síðan eru þessir menn sem maður er að keppa við úti rosalegir, ég hefði aldrei átt séns. Ég þurfti samt að fara út og sjá hvort ég gæti komist, sjá þessa gaura úr atvinnumennsku frá Kína, Azerbaijan og fleiri löndum þar sem þetta er á allt öðrum stað. Ég hefði séð eftir því ef ég hefði ekki prófað þetta.“ Aðspurður hvort þessu fylgi sorgarferli segir Nonni: „Já, þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var barn. Ég er búin að eyða 25 árum í að æfa þessa íþrótt og vinna ógeðslega mikið að þessu. Fólk segir að maður þurfi 10 þúsund klukkutíma í að mastera eitthvað og ég er kominn vel yfir 20 þúsund klukkutíma. Í þessari íþrótt er ótrúlega erfitt að komast inn á Ólympíuleikana, það eru 96 manns í heiminum sem komast inn. Við erum ekki með nógu sterkt bakland hér, við erum ekki eins og stóru þjóðirnar þegar að það kemur að styrkjum og fleira.“ Nonni segir að það sé erfitt fyrir íslenskt afreksíþróttafólk að keppa við þau bestu í heiminum vegna þess að hér skorti styrki og fjármagn. Sigurður Andrés Sigurðarson Safnaði sjálfur fyrir keppnisferðum með handstöðunámskeiðum Nefnir Nonni sem dæmi að atvinnumenn stærri þjóða séu á fullum launum við þetta úti. „Ég safnaði sjálfur fyrir keppnisferðunum með því að halda handstöðunámskeið síðasta haust. Sem betur fer gekk það upp og mun ég væntanlega halda fleiri námskeið síðar. Staðan er sú, ekki bara hjá fimleikafólki heldur öðru íslensku íþróttafólki á afreksstigi, að við þurfum oft að borga háar fjárhæðir til að sinna íþróttinni á meðan keppinautar okkar úti fá borgað fyrir það. Mér finnst mikilvægt, og ber í raun skylda til, að varpa ljósi á þessar fjárhagslegu hömlur íslensks íþróttafólks. Ef við viljum ná góðu gengi á stórmótum og eiga keppendur í fremstu röð á Ólympíuleikum þá þurfum við að sjá breytingar í þessum málum,“ segir Nonni. Sömuleiðis segir hann að þegar að fólk æfir svona af fullum krafti þurfi það sjúkraþjálfun, læknateymi og sálfræðihjálp. View this post on Instagram A post shared by Jón Sigurður Gunnarsson (@nonniofficialinstagram) Hausinn sterkasta vopnið „Hausinn er aðal vopnið. Þú þarft auðvitað að vera sterkur og byggja þig upp en það er hausinn sem skiptir öllu máli. Ég held að þrautseigjan einkenni mitt hugarfar. Maður heldur áfram og horfir fram á við. Ég horfi aldrei aftur á bak. Ég sé ekki eftir neinu, ég get ekki spáð í því sem er búið því ég get ekki breytt því. Mér gekk kannski illa þarna eða gerði eitthvað vitlaust þarna eins og mistök í keppni, en það er búið og gert, í baksýnisspeglinum. Eina vitið er bara að horfa fram á við. Ef þú dettur stendurðu upp og heldur áfram.“ Nonni segir mikilvægt að gefast ekki upp og hausinn er hans aðal vopn. Vísir/Vilhelm Nonni segir nauðsynlegt að vera með markmið og hafa eitthvað til að hlakka til, hvort sem það sé spennandi mót framundan eða bara að vera að fara í frí. „Svo þarf maður langtíma markmið og drauma. Stóri ólympíudraumurinn minn hélt mér lengi í þessu, þó að hann hafi ekki verið innan seilingar þá stefndi ég samt þangað og ég næ allavega svona langt. Ég hugsaði um það að ég myndi hætta fyrir fjórum árum, fyrir síðasta ólympíuhring, því þá var ég orðinn 28 ára. En þá hugsaði ég nei, ég er kominn svona langt, ég er að keppa við þessi bestu og ég ætla að láta á reyna og komast til Parísar á leikana 2024. En ég náði því ekki. Ég var svolítið vonsvikinn en ég hugsaði líka bara ég gerði mitt besta og ég get ekkert kvartað. Ég er búinn að eiga skrautlegan og góðan feril.“ Nonni á Íslandsmeistaramótinu á dögunum þar sem hann varði titilinn sinn í hringjum. Sigurður Andrés Sigurðarson Mikilvægt að hafa gaman að þessu Hann segir að þetta sé á sama tíma svolítill léttir. „Núna er engin pressa lengur. Eins og á Íslandsmótinu um daginn, það var svo ótrúlega gaman. Ég mætti að keppa á móti og með vinum mínum, að hafa gaman og það var í raun engin pressa. Ég stóð mig mjög vel og naut mín mjög vel og það var kannski bara hugarfarið. Ég var slakur og glaður.“ Hann segir að pressan geti sannarlega náð tökum á íþróttafólki og sumir brotni undan henni. „Eins og Simone Biles, besta fimleikakona og íþróttakona síðustu ára. Fyrir síðustu ólympíuleikana var hausinn ekki að vinna með henni og það er bara svo eðlilegt að það gerist. Hún er náttúrulega stórstjarna með allt á herðum sér, allar þessar væntingar sem hún er náttúrulega búin að setja með því að vera svona tryllt góð. Ég las viðtal við hana þar sem hún sagði að hún hafi bara ekki neitt verið að skemmta sér eða hafa gaman að þessu. Það vantaði algjörlega ánægjuna. Þannig að hún tók sér smá pásu en núna er hún komin aftur. Hún er að verða 27 ára á þessu ári sem er alveg frekar gamalt í fimleikaheiminum en það er algjörlega frábært fordæmi.“ Mjög erfitt að hætta þótt það sé tímabært Aldur er sannarlega öðruvísi mælieining í fimleikaheiminum. Það þykir almennt ekki gamalt að vera í kringum þrítugt. „Núna er ég búinn að vera elstur í landsliðinu í níu ár. Ég finn alveg fyrir því að líkaminn er ekki að höndla pressuna eins vel og fyrir átta árum til dæmis. Þá var ég upp á mitt besta og gat höndlað allt, hausinn var meira að segja sterkari. Maður hefur engar áhyggjur og er óstöðvandi á þeim tíma. En ég bjóst ekki við því að vera á þessum stað eftir þrítugt, mér líður mjög vel. Þrjátíu markar ákveðin tímamót í fimleikunum, segir Nonni en bætir við að einstaka nái að keppa langt fram á fertugsaldurinn.“ Hann hafði hugsað sér að hætta eftir þetta keppnistímabil en hefur aðeins breytt um skoðun núna. „Áður en ég legg ólarnar á hilluna eru nokkrir hlutir sem ég vil ná að gera. Mig langar svolítið að drífa það af því að það er svo margt sem mig langar að gera, eins og að fara í sirkusinn og vinna að list og tónlist, því ég er náttúrulega listamaður.“ Það er margt sem fylgir afreksíþróttastarfinu sem getur þvælst fyrir, sem dæmi langvarandi meiðsli. „Ég er búinn að vera veikur í bakinu lengi en mér líður vel núna. Ég vil að bakið mitt sé gott, því ég ætla að fara í sirkuslistir og ég vil nota líkamann minn bara þangað til að hann hættir að virka. Ég þarf að halda honum góðum til að geta gert það sem ég vil gera. Þannig að það er tímabært að hætta í fimleikum núna. Ég er góður í bakinu, búinn að vinna alla þessa Íslandsmeistaratitla og er svo gott sem tilbúinn að hætta en ég er samt ekki alveg tilbúinn, mig langar svo mikið að klára það sem ég vil klára og ég elska fimleikana bara svo mikið. Þetta er búið að vera svo stór hluti af lífi mínu eiginlega bara frá því að ég man eftir mér.“ Það er erfitt fyrir Nonna að hætta í fimleikum þar sem þeir hafa verið svo stór hluti af lífi hans frá því hann man eftir sér. Vísir/Vilhelm Tólf gullverðlaun í það minnsta Nonni hefur unnið gullið að minnsta kosti tólf sinnum í fimleikunum, þar á meðal sjö Íslandsmeistaratitla. „Þetta er svo gaman. Ég verð að sýna þér myndband hér af mér á svifrá, þetta er ástæðan fyrir því að ég er enn í fimleikum,“ segir Nonni og lætur blaðamann fá símann sinn. Hér má sjá umrætt myndband af Nonna: Klippa: Jón Sigurður Gunnarsson leikur listin sínar „Þessi tilfinning er svo geðveik. Þessi tilfinning er engri lík. Þér líður eins og þú sért ósigrandi. Þú ert fljúgandi í loftinu að gera ótrúlega erfitt trix. Hér var ég búin að reyna þetta sextán sinnum og ég datt aftur og aftur áður en að ég náði þessu. Ég var eiginlega alveg búinn á því sko en ég gat ekki hætt. Þrautseigjan og seiglan heldur manni gangandi. Þú verður bara alltaf að standa aftur upp.“ Dimmi dalurinn tímabundinn Fimleikarnir hafa vægast sagt mótað líf Nonna. Hann segist aldrei hafa upplifað pressu frá foreldrum sínum þó svo að þau hafi alltaf hvatt hann áfram. Hann hefur tvisvar sinnum þurft að taka sér pásu vegna meiðsla sem reyndist krefjandi en að sama skapi mjög lærdómsríkt. „Þegar að líkaminn segir stopp þá geturðu ekki gert það sem þú elskar að gera og þá ferðu svolítið niður í dimman dal. Sérstaklega ef það er vetur. En það er sama sagan, maður heldur áfram og það koma betri tímar. Maður verður að vera þolinmóður.“ Stundum er lífið erfitt og einkennist af lægðum en það hefur líka sínar hæðir. Ég held að það sé aðalmálið, að gleyma því ekki. „Þú hefur séð mörg dæmi um það til dæmis að þegar að íþróttamenn hafa tekið hlé útaf meiðslum þá koma þeir mun sterkari til baka. Það er þessi seigla og þegar að þeir geta ekki gert ákveðna hluti gera þeir annað sem þeir geta bætt og koma tvíefldir til baka. Ef hausinn kemst í gegnum þetta er hann þeim mun sterkari þegar þú kemur til baka. Það er svolítið kúl.“ Nonni segir að seiglan og þrautseigjan hafi komið honum langt. Vísir/Vilhelm Samdi ljóð á dánarbeði föður síns Nonni hefur alla tíð tileinkað sér jákvætt hugarfar og segist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því. „Amma segir alltaf: Geðgóði Nonni minn. Þetta er bara persónuleikinn minn. Pabbi var svona líka, ég er mjög líkur pabba og ég hef heyrt það margoft.“ Faðir Nonna var skáld og listamaður sem skrifaði ljóðabækur og bók um íslenskar sagnir. „Það var pabba að þakka að ég fór í tónlistina en ég á mömmu líka allt að þakka. Hún stendur á bak við mig í öllu sem ég geri og það er ekki sjálfgefið, ég er mjög heppinn með foreldra. Pabbi á svolítið listamanninn í mér. Hann vildi að ég færi meira í list og hætti þessu hoppi og skoppi. Þegar að pabbi dó fyrir fjórum árum þá var það sem hjálpaði mér í gegnum það fimleikarnir. Ég fór inn í sal og æfði og æfði til að dreifa huganum. Og ég bætti mig ótrúlega mikið. En í gegnum sorgarferlið þá fór ég svolítið í tónlistina og var að semja. Ég samdi eitt lag út frá því. Ég samdi ljóðið á dánarbeði pabba síðustu dagana hans. Það var svo tilfinningaþrungið og mér fannst gott að skrifa niður. Ég samdi lag úr því eftir að hann dó. Það var frekar gott lag, ég held að það hafi bara ein manneskja heyrt það. Ég held að ég myndi alveg gefa það út og verð eiginlega að gera það, ég hef bara ekki fundið tímann ennþá.“ Fimleikarnir algjör listsköpun Listin reynist Nonna mikið haldreypi í lífinu og sér hann listina ekki sem einhverja afmarkaða grein. „Áhaldafimleikar er alveg jafn mikið listgrein og það er íþrótt. Á ensku heitir þetta artistic gymnastics. Listamaðurinn og íþróttamaðurinn í mér haldast í hendur. Ef þú horfir til dæmis á gólfrútínuna sem ég gerði á síðasta keppnismóti þá er það bara listaverk. Þó að þetta hafi ekki verið eitthvað rosalegt hjá mér þá var mikil listræn vinna í þessu.“ Nonni segist hafa unnið mikið út sorginni og sé á góðum stað í dag. „Ég er glaður með það hvar ég er. Ég er ekkert mikið að horfa aftur á bak en ég náttúrulega minnist pabba oft. Sérstaklega á ákveðnum dögum. En það er ekki mikil sorg lengur heldur gleðst ég yfir því að hafa haft hann í lífi mínu og gleðst yfir öllu sem hann var. Það eru tvær vikur þangað til að afmælisdagurinn hans er og við systkinin gerum alltaf eitthvað saman þá. Þetta lendir á þriðjudegi núna þannig að við ætlum að hafa þriðjudagstilboðs pizzuparty. Hann bauð okkur oft í pizzu á þriðjudegi.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Sigurður Gunnarsson (@nonniofficialinstagram) Útskrifaðist úr LHÍ og stefnir á Cirque du soleil Nonni útskrifaðist úr skapandi tónlistarmiðlun frá LHÍ árið 2022. „Það var mjög skemmtilegt. Í lokaverkefninu mínu fékk ég að vinna með útskriftarhópi leikaranema. Við settum upp Hamlet og ég stýrði tónlistinni þar. Það var frábært að skapa tónlist í samvinnu við hóp fólks, að búa til eitthvað út frá þeirra bakgrunni og hæfileikum. Það kom ótrúlega fallega út og þetta var svo hæfileikaríkur hópur. Hamlet er erfitt og langt verk, ég fékk meira að segja að leika aukahlutverk og gera sirkus trix. Það var mjög gaman. Ég samdi meðal annars lag sem við gáfum út og Elín Sif Halldórsdóttir syngur.“ Hér má heyra lagið: Eftir útskrift sökkti Nonni sér í fimleikana sem tók upp allan hans tíma. Aðspurður hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér stendur ekki á svörunum. „Mig langar að sækja um í Cirque du soleil sem allra fyrst,“ segir Nonni en umræddur sirkus er einn sá frægasti í heimi. „Ég heimsótti höfuðstöðvarnar í Montreal árið 2017 þegar ég var þar að keppa á heimsmeistaramótinu í fimleikum. Þau sögðu mér að sækja um þegar ég væri hættur í fimleikum. Það styttist í að ég hætti og þá ætla ég að sækja um. Ég er búinn að vera í sirkusnum hér heima í tíu ár og hef lært ótrúlega mikið þar á hinar ýmsu sirkuslistir. Ég nýti minn bakgrunn í þeirri listsköpun og er búinn að ná miklum árangri.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Sigurður Gunnarsson (@nonniofficialinstagram) „Lífið er til þess að njóta þess“ Hann segir að fimleikarnir nýtist líka við sviðsframkomuna og nýtur Nonni sín vel á sviði. „Til dæmis þegar þú ert að keppa á Evrópu- eða heimsmeistara móti þá ertu á sviði. Þú færð svo mikla orku frá áhorfendum og adrenalín. Þú getur miklu meira þegar fólk er að horfa, sérstaklega ef það er að klappa og hafa læti.“ Nonni heldur ótrauður inn í framtíðina og kann að njóta þess að vera til. Hann er sömuleiðis í söngleikjakór sem heitir Viðlag en pabbi hans var alltaf í kór og hvatti hann til þess. „Svo langar mig bara að halda áfram að ferðast, njóta og upplifa. Lífið er til að hafa gaman og njóta þess. Það er það sem ég er að reyna að gera. Svo er ég líka búinn að vera í kraftlyftingum. Ef ég staldra eitthvað við á klakanum ætla ég að bæta mig þar. Ég er búinn að taka nokkur bekkpressumót og á Íslandsmet í mínum þyngdarflokki. Þó svo að það séu sannarlega ekki margir í mínum þyngdarflokki þá lyfti ég tvöfaldri líkamsþyngd minni. Ég er ríkjandi Íslandsmeistari í bekkpressu og á hringjum þannig að ég er örugglega sterkasti maður Íslands, þannig er staðan,“ segir Nonni glaður í bragði að lokum. Fimleikar Tónlist Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Það er alltaf nóg um að vera hjá Nonna sem náði á dögunum að verja Íslandsmeistaratitil sinn á hringjum. Sömuleiðis eru breytingar í aðsigi. „Ég hugsaði með mér að ef ég næði ekki að verja titilinn þá væri ég hættur í þessu rugli. Þá væri bara komið gott, maður er líka orðinn svona gamall. En ég náði að verja hann og keppa aftur á öllum sex áhöldum sem ég hef ekki gert síðan 2017. Það er erfitt eftir þrítugt en ég náði að sanna fyrir sjálfum mér að ég get þetta ennþá og það er ótrúlega góð tilfinning.“ Nonni hefur eytt yfir 20 þúsund klukkustundum í fimleikasalnum. Vísir/Vilhelm Syrgir Ólympíuleikana eftir 25 ára undirbúning Nonni hefur verið að keppa á svokallaðri heimsbikaramótaröð síðastliðið ár og stóð á ákveðnum tímamótum. „Þetta var síðasti og eini sénsinn minn til að ná inn á Ólympíuleikana. Þetta eru fjögur mót, í Egyptalandi, Þýskalandi, Qatar og Azerbaijan. Ég keypti á þessum fyrstu tveimur ásamt vinum mínum. Ég er bara að keppa á hringjum sem er eina áhaldið sem ég átti séns með, því ég er í topp leveli þar. En við förum út og ég næ ekki alveg að performa eins og ég vonaðist til. Ég var búinn að undirbúa mig alveg ógeðslega mikið en þetta hitti ekki alveg á réttan dag. Síðan eru þessir menn sem maður er að keppa við úti rosalegir, ég hefði aldrei átt séns. Ég þurfti samt að fara út og sjá hvort ég gæti komist, sjá þessa gaura úr atvinnumennsku frá Kína, Azerbaijan og fleiri löndum þar sem þetta er á allt öðrum stað. Ég hefði séð eftir því ef ég hefði ekki prófað þetta.“ Aðspurður hvort þessu fylgi sorgarferli segir Nonni: „Já, þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var barn. Ég er búin að eyða 25 árum í að æfa þessa íþrótt og vinna ógeðslega mikið að þessu. Fólk segir að maður þurfi 10 þúsund klukkutíma í að mastera eitthvað og ég er kominn vel yfir 20 þúsund klukkutíma. Í þessari íþrótt er ótrúlega erfitt að komast inn á Ólympíuleikana, það eru 96 manns í heiminum sem komast inn. Við erum ekki með nógu sterkt bakland hér, við erum ekki eins og stóru þjóðirnar þegar að það kemur að styrkjum og fleira.“ Nonni segir að það sé erfitt fyrir íslenskt afreksíþróttafólk að keppa við þau bestu í heiminum vegna þess að hér skorti styrki og fjármagn. Sigurður Andrés Sigurðarson Safnaði sjálfur fyrir keppnisferðum með handstöðunámskeiðum Nefnir Nonni sem dæmi að atvinnumenn stærri þjóða séu á fullum launum við þetta úti. „Ég safnaði sjálfur fyrir keppnisferðunum með því að halda handstöðunámskeið síðasta haust. Sem betur fer gekk það upp og mun ég væntanlega halda fleiri námskeið síðar. Staðan er sú, ekki bara hjá fimleikafólki heldur öðru íslensku íþróttafólki á afreksstigi, að við þurfum oft að borga háar fjárhæðir til að sinna íþróttinni á meðan keppinautar okkar úti fá borgað fyrir það. Mér finnst mikilvægt, og ber í raun skylda til, að varpa ljósi á þessar fjárhagslegu hömlur íslensks íþróttafólks. Ef við viljum ná góðu gengi á stórmótum og eiga keppendur í fremstu röð á Ólympíuleikum þá þurfum við að sjá breytingar í þessum málum,“ segir Nonni. Sömuleiðis segir hann að þegar að fólk æfir svona af fullum krafti þurfi það sjúkraþjálfun, læknateymi og sálfræðihjálp. View this post on Instagram A post shared by Jón Sigurður Gunnarsson (@nonniofficialinstagram) Hausinn sterkasta vopnið „Hausinn er aðal vopnið. Þú þarft auðvitað að vera sterkur og byggja þig upp en það er hausinn sem skiptir öllu máli. Ég held að þrautseigjan einkenni mitt hugarfar. Maður heldur áfram og horfir fram á við. Ég horfi aldrei aftur á bak. Ég sé ekki eftir neinu, ég get ekki spáð í því sem er búið því ég get ekki breytt því. Mér gekk kannski illa þarna eða gerði eitthvað vitlaust þarna eins og mistök í keppni, en það er búið og gert, í baksýnisspeglinum. Eina vitið er bara að horfa fram á við. Ef þú dettur stendurðu upp og heldur áfram.“ Nonni segir mikilvægt að gefast ekki upp og hausinn er hans aðal vopn. Vísir/Vilhelm Nonni segir nauðsynlegt að vera með markmið og hafa eitthvað til að hlakka til, hvort sem það sé spennandi mót framundan eða bara að vera að fara í frí. „Svo þarf maður langtíma markmið og drauma. Stóri ólympíudraumurinn minn hélt mér lengi í þessu, þó að hann hafi ekki verið innan seilingar þá stefndi ég samt þangað og ég næ allavega svona langt. Ég hugsaði um það að ég myndi hætta fyrir fjórum árum, fyrir síðasta ólympíuhring, því þá var ég orðinn 28 ára. En þá hugsaði ég nei, ég er kominn svona langt, ég er að keppa við þessi bestu og ég ætla að láta á reyna og komast til Parísar á leikana 2024. En ég náði því ekki. Ég var svolítið vonsvikinn en ég hugsaði líka bara ég gerði mitt besta og ég get ekkert kvartað. Ég er búinn að eiga skrautlegan og góðan feril.“ Nonni á Íslandsmeistaramótinu á dögunum þar sem hann varði titilinn sinn í hringjum. Sigurður Andrés Sigurðarson Mikilvægt að hafa gaman að þessu Hann segir að þetta sé á sama tíma svolítill léttir. „Núna er engin pressa lengur. Eins og á Íslandsmótinu um daginn, það var svo ótrúlega gaman. Ég mætti að keppa á móti og með vinum mínum, að hafa gaman og það var í raun engin pressa. Ég stóð mig mjög vel og naut mín mjög vel og það var kannski bara hugarfarið. Ég var slakur og glaður.“ Hann segir að pressan geti sannarlega náð tökum á íþróttafólki og sumir brotni undan henni. „Eins og Simone Biles, besta fimleikakona og íþróttakona síðustu ára. Fyrir síðustu ólympíuleikana var hausinn ekki að vinna með henni og það er bara svo eðlilegt að það gerist. Hún er náttúrulega stórstjarna með allt á herðum sér, allar þessar væntingar sem hún er náttúrulega búin að setja með því að vera svona tryllt góð. Ég las viðtal við hana þar sem hún sagði að hún hafi bara ekki neitt verið að skemmta sér eða hafa gaman að þessu. Það vantaði algjörlega ánægjuna. Þannig að hún tók sér smá pásu en núna er hún komin aftur. Hún er að verða 27 ára á þessu ári sem er alveg frekar gamalt í fimleikaheiminum en það er algjörlega frábært fordæmi.“ Mjög erfitt að hætta þótt það sé tímabært Aldur er sannarlega öðruvísi mælieining í fimleikaheiminum. Það þykir almennt ekki gamalt að vera í kringum þrítugt. „Núna er ég búinn að vera elstur í landsliðinu í níu ár. Ég finn alveg fyrir því að líkaminn er ekki að höndla pressuna eins vel og fyrir átta árum til dæmis. Þá var ég upp á mitt besta og gat höndlað allt, hausinn var meira að segja sterkari. Maður hefur engar áhyggjur og er óstöðvandi á þeim tíma. En ég bjóst ekki við því að vera á þessum stað eftir þrítugt, mér líður mjög vel. Þrjátíu markar ákveðin tímamót í fimleikunum, segir Nonni en bætir við að einstaka nái að keppa langt fram á fertugsaldurinn.“ Hann hafði hugsað sér að hætta eftir þetta keppnistímabil en hefur aðeins breytt um skoðun núna. „Áður en ég legg ólarnar á hilluna eru nokkrir hlutir sem ég vil ná að gera. Mig langar svolítið að drífa það af því að það er svo margt sem mig langar að gera, eins og að fara í sirkusinn og vinna að list og tónlist, því ég er náttúrulega listamaður.“ Það er margt sem fylgir afreksíþróttastarfinu sem getur þvælst fyrir, sem dæmi langvarandi meiðsli. „Ég er búinn að vera veikur í bakinu lengi en mér líður vel núna. Ég vil að bakið mitt sé gott, því ég ætla að fara í sirkuslistir og ég vil nota líkamann minn bara þangað til að hann hættir að virka. Ég þarf að halda honum góðum til að geta gert það sem ég vil gera. Þannig að það er tímabært að hætta í fimleikum núna. Ég er góður í bakinu, búinn að vinna alla þessa Íslandsmeistaratitla og er svo gott sem tilbúinn að hætta en ég er samt ekki alveg tilbúinn, mig langar svo mikið að klára það sem ég vil klára og ég elska fimleikana bara svo mikið. Þetta er búið að vera svo stór hluti af lífi mínu eiginlega bara frá því að ég man eftir mér.“ Það er erfitt fyrir Nonna að hætta í fimleikum þar sem þeir hafa verið svo stór hluti af lífi hans frá því hann man eftir sér. Vísir/Vilhelm Tólf gullverðlaun í það minnsta Nonni hefur unnið gullið að minnsta kosti tólf sinnum í fimleikunum, þar á meðal sjö Íslandsmeistaratitla. „Þetta er svo gaman. Ég verð að sýna þér myndband hér af mér á svifrá, þetta er ástæðan fyrir því að ég er enn í fimleikum,“ segir Nonni og lætur blaðamann fá símann sinn. Hér má sjá umrætt myndband af Nonna: Klippa: Jón Sigurður Gunnarsson leikur listin sínar „Þessi tilfinning er svo geðveik. Þessi tilfinning er engri lík. Þér líður eins og þú sért ósigrandi. Þú ert fljúgandi í loftinu að gera ótrúlega erfitt trix. Hér var ég búin að reyna þetta sextán sinnum og ég datt aftur og aftur áður en að ég náði þessu. Ég var eiginlega alveg búinn á því sko en ég gat ekki hætt. Þrautseigjan og seiglan heldur manni gangandi. Þú verður bara alltaf að standa aftur upp.“ Dimmi dalurinn tímabundinn Fimleikarnir hafa vægast sagt mótað líf Nonna. Hann segist aldrei hafa upplifað pressu frá foreldrum sínum þó svo að þau hafi alltaf hvatt hann áfram. Hann hefur tvisvar sinnum þurft að taka sér pásu vegna meiðsla sem reyndist krefjandi en að sama skapi mjög lærdómsríkt. „Þegar að líkaminn segir stopp þá geturðu ekki gert það sem þú elskar að gera og þá ferðu svolítið niður í dimman dal. Sérstaklega ef það er vetur. En það er sama sagan, maður heldur áfram og það koma betri tímar. Maður verður að vera þolinmóður.“ Stundum er lífið erfitt og einkennist af lægðum en það hefur líka sínar hæðir. Ég held að það sé aðalmálið, að gleyma því ekki. „Þú hefur séð mörg dæmi um það til dæmis að þegar að íþróttamenn hafa tekið hlé útaf meiðslum þá koma þeir mun sterkari til baka. Það er þessi seigla og þegar að þeir geta ekki gert ákveðna hluti gera þeir annað sem þeir geta bætt og koma tvíefldir til baka. Ef hausinn kemst í gegnum þetta er hann þeim mun sterkari þegar þú kemur til baka. Það er svolítið kúl.“ Nonni segir að seiglan og þrautseigjan hafi komið honum langt. Vísir/Vilhelm Samdi ljóð á dánarbeði föður síns Nonni hefur alla tíð tileinkað sér jákvætt hugarfar og segist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því. „Amma segir alltaf: Geðgóði Nonni minn. Þetta er bara persónuleikinn minn. Pabbi var svona líka, ég er mjög líkur pabba og ég hef heyrt það margoft.“ Faðir Nonna var skáld og listamaður sem skrifaði ljóðabækur og bók um íslenskar sagnir. „Það var pabba að þakka að ég fór í tónlistina en ég á mömmu líka allt að þakka. Hún stendur á bak við mig í öllu sem ég geri og það er ekki sjálfgefið, ég er mjög heppinn með foreldra. Pabbi á svolítið listamanninn í mér. Hann vildi að ég færi meira í list og hætti þessu hoppi og skoppi. Þegar að pabbi dó fyrir fjórum árum þá var það sem hjálpaði mér í gegnum það fimleikarnir. Ég fór inn í sal og æfði og æfði til að dreifa huganum. Og ég bætti mig ótrúlega mikið. En í gegnum sorgarferlið þá fór ég svolítið í tónlistina og var að semja. Ég samdi eitt lag út frá því. Ég samdi ljóðið á dánarbeði pabba síðustu dagana hans. Það var svo tilfinningaþrungið og mér fannst gott að skrifa niður. Ég samdi lag úr því eftir að hann dó. Það var frekar gott lag, ég held að það hafi bara ein manneskja heyrt það. Ég held að ég myndi alveg gefa það út og verð eiginlega að gera það, ég hef bara ekki fundið tímann ennþá.“ Fimleikarnir algjör listsköpun Listin reynist Nonna mikið haldreypi í lífinu og sér hann listina ekki sem einhverja afmarkaða grein. „Áhaldafimleikar er alveg jafn mikið listgrein og það er íþrótt. Á ensku heitir þetta artistic gymnastics. Listamaðurinn og íþróttamaðurinn í mér haldast í hendur. Ef þú horfir til dæmis á gólfrútínuna sem ég gerði á síðasta keppnismóti þá er það bara listaverk. Þó að þetta hafi ekki verið eitthvað rosalegt hjá mér þá var mikil listræn vinna í þessu.“ Nonni segist hafa unnið mikið út sorginni og sé á góðum stað í dag. „Ég er glaður með það hvar ég er. Ég er ekkert mikið að horfa aftur á bak en ég náttúrulega minnist pabba oft. Sérstaklega á ákveðnum dögum. En það er ekki mikil sorg lengur heldur gleðst ég yfir því að hafa haft hann í lífi mínu og gleðst yfir öllu sem hann var. Það eru tvær vikur þangað til að afmælisdagurinn hans er og við systkinin gerum alltaf eitthvað saman þá. Þetta lendir á þriðjudegi núna þannig að við ætlum að hafa þriðjudagstilboðs pizzuparty. Hann bauð okkur oft í pizzu á þriðjudegi.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Sigurður Gunnarsson (@nonniofficialinstagram) Útskrifaðist úr LHÍ og stefnir á Cirque du soleil Nonni útskrifaðist úr skapandi tónlistarmiðlun frá LHÍ árið 2022. „Það var mjög skemmtilegt. Í lokaverkefninu mínu fékk ég að vinna með útskriftarhópi leikaranema. Við settum upp Hamlet og ég stýrði tónlistinni þar. Það var frábært að skapa tónlist í samvinnu við hóp fólks, að búa til eitthvað út frá þeirra bakgrunni og hæfileikum. Það kom ótrúlega fallega út og þetta var svo hæfileikaríkur hópur. Hamlet er erfitt og langt verk, ég fékk meira að segja að leika aukahlutverk og gera sirkus trix. Það var mjög gaman. Ég samdi meðal annars lag sem við gáfum út og Elín Sif Halldórsdóttir syngur.“ Hér má heyra lagið: Eftir útskrift sökkti Nonni sér í fimleikana sem tók upp allan hans tíma. Aðspurður hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér stendur ekki á svörunum. „Mig langar að sækja um í Cirque du soleil sem allra fyrst,“ segir Nonni en umræddur sirkus er einn sá frægasti í heimi. „Ég heimsótti höfuðstöðvarnar í Montreal árið 2017 þegar ég var þar að keppa á heimsmeistaramótinu í fimleikum. Þau sögðu mér að sækja um þegar ég væri hættur í fimleikum. Það styttist í að ég hætti og þá ætla ég að sækja um. Ég er búinn að vera í sirkusnum hér heima í tíu ár og hef lært ótrúlega mikið þar á hinar ýmsu sirkuslistir. Ég nýti minn bakgrunn í þeirri listsköpun og er búinn að ná miklum árangri.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Sigurður Gunnarsson (@nonniofficialinstagram) „Lífið er til þess að njóta þess“ Hann segir að fimleikarnir nýtist líka við sviðsframkomuna og nýtur Nonni sín vel á sviði. „Til dæmis þegar þú ert að keppa á Evrópu- eða heimsmeistara móti þá ertu á sviði. Þú færð svo mikla orku frá áhorfendum og adrenalín. Þú getur miklu meira þegar fólk er að horfa, sérstaklega ef það er að klappa og hafa læti.“ Nonni heldur ótrauður inn í framtíðina og kann að njóta þess að vera til. Hann er sömuleiðis í söngleikjakór sem heitir Viðlag en pabbi hans var alltaf í kór og hvatti hann til þess. „Svo langar mig bara að halda áfram að ferðast, njóta og upplifa. Lífið er til að hafa gaman og njóta þess. Það er það sem ég er að reyna að gera. Svo er ég líka búinn að vera í kraftlyftingum. Ef ég staldra eitthvað við á klakanum ætla ég að bæta mig þar. Ég er búinn að taka nokkur bekkpressumót og á Íslandsmet í mínum þyngdarflokki. Þó svo að það séu sannarlega ekki margir í mínum þyngdarflokki þá lyfti ég tvöfaldri líkamsþyngd minni. Ég er ríkjandi Íslandsmeistari í bekkpressu og á hringjum þannig að ég er örugglega sterkasti maður Íslands, þannig er staðan,“ segir Nonni glaður í bragði að lokum.
Fimleikar Tónlist Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira