Þá tölum við einnig við verkefnastjóri forvarna hjá borginni sem segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar sé að aukast. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi væru um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju.
Við fjöllum um árásir Ísraelshers á sendiráðsbyggingu Írans í Damaskus í Sýrlandi og sýnum myndir af eyðileggingu við al-Shaifa sjúkrahúsið í Gasaborg.
Þá heimsækir Magnús Hlynur Fishersetrið á Selfossi sem nýtur mikilla vinsælda meðal skákmanna og við sýnum mörg af flottustu mótorhjólum landsins sem sýnd voru í dag í tilefni af fjörutíu ára afmæli bifhjólasamtakanna Sniglanna