Alonso fari hvergi og Liverpool snýr sér annað Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2024 09:50 Xabi Alonso er sagður ætla að halda kyrru fyrir í Leverkusen. AP Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að stjórnarmenn hjá Liverpool hafi gott sem afskrifað möguleikann á að fá Xabi Alonso til að taka við félaginu. Þeir skoði nú aðra kosti. Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01
Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01
Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02