Alonso fari hvergi og Liverpool snýr sér annað Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2024 09:50 Xabi Alonso er sagður ætla að halda kyrru fyrir í Leverkusen. AP Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að stjórnarmenn hjá Liverpool hafi gott sem afskrifað möguleikann á að fá Xabi Alonso til að taka við félaginu. Þeir skoði nú aðra kosti. Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01
Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01
Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02