Fótbolti

Hulunni svipt af nýrri treyju ís­lenska lands­liðsins

Aron Guðmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir, flottir fulltrúar Íslands í nýju landsliðstreyjunni
Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir, flottir fulltrúar Íslands í nýju landsliðstreyjunni Mynd: KSÍ

PUMA og KSÍ hafa í dag opin­berað nýjar treyjur lands­liða Ís­lands í knatt­spyrnu. Í tilkynningu frá KSÍ segir að nýju treyjurnar séu hannaðar með fram­sækni og sjálf­bærni í huga.

Keppni­s­treyjan sjálf (aut­hentic version), sem leik­menn klæðast í leikjum með lands­liðinu, er sköpuð með hinni nýju og fram­sæknu tækni PUMA – ULTRAWEA­VE. Fis­létt og sér­unnið efnið í treyjunni gerir hana að léttustu lands­liðs­treyju í sögu PUMA.

Glódís Perla Viggósdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir munu frumsýna treyjuna í komandi landsleik gegn Póllandi í undankeppni EMMynd:KSÍ

Treyjan sem fer í al­menna sölu (repli­ca jer­s­ey) er hönnuð og sniðin með RE:FIBRE tækni PUMA. Með RE:FIBRE er lögð á­hersla á að vinna gegn sóun með því að endur­nýta og endur­vinna fata­efni sem þegar hefur verið unnið með til að skapa nýtt efni til vinnslu. Hið endur­unna efni er hægt að endur­nýta aftur og aftur án þess að það tapi gæðum – sem gerir RE:FIBRE að sannri lang­tíma­lausn með því að endur­vinna fata­efni sem hefði annars verið fargað. Þetta er því um­hverfis­vænasta lands­liðs­treyja í sögu KSÍ.

Alfons Sampsted, Hákon Arnar Haraldsson og Arnór Sigurðsson skarta hér nýjum útgáfum af heima- og útivallartreyjum ÍslandsMynd: KSÍ

Heima­treyjan (bláa) er inn­blásin af jöklum Ís­lands, sem þekja 11% landsins. Úti­treyjan (ljós­gráa) með ösku­gráum grunn­lit og rauðum eld­glæringum, er inn­blásin af eld­fjöllum Ís­lands.

Fyrsti leikur lands­liðanna okkar í nýju treyjunni verðu á Kópa­vogs­velli þann 5. apríl þegar A lands­lið kvenna tekur á móti Pól­landi í undan­keppni EM 2025.

Treyjurnar eru fáan­legar nú þegar á fyrir­is­land.is og væntan­legar í betri sport­vöru­verslanir mjög fljót­lega.

Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×