Messi: Ég hætti þegar ég get ekki lengur hjálpað mínum liðsfélögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 15:30 Lionel Messi lyftir heimsbikarnum í Katar í desember 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi segir að aldur hans muni ekki hafa úrslitaáhrif þegar kemur því að ákveða að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hann segist muni vita það sjálfur þegar rétti tíminn er kominn. Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024 Argentína Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024
Argentína Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira