„Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2024 22:26 Jóhann Berg svekktur í bakgrunninum þegar Mykhailo Mudryk fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrirliði Íslands Jóhann Berg Guðmundsson segist ekki vera hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir erfitt að kyngja tapinu gegn Úkraínu í kvöld. „Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
„Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira