„Öll félög á Íslandi vilja KR í efstu deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 08:01 Jakob Örn hefur verið brosandi síðan á mánudag. Vísir/Sigurjón KR tryggði sér í gær sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en gengið hefur á ýmsu í Vesturbænum síðustu misseri. Skýr sýn var hjá félaginu fyrir leiktíðina og hún skilaði sér. Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR Subway-deild karla KR Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR
Subway-deild karla KR Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira