Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2024 15:24 Biskupsefnin voru spurð hvað þeim hafi þótt um páskaskop sem var í þætti Gísla Marteins á föstudagskvöldið. Þau voru ekki að stressa sig mikið á því. vísir/einar Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður ræddi við þau um heima og geima. Meðal þess sem bryddað var uppá var að spilað var fyrir þau þrjú umdeilt atriði úr Vikunni, þætti Gísla Marteins en fjölmargir kirkjunnar þjónar og fleiri hafa lýst yfir mikilli vandlætingu á því. En þá fór Berlind Festival í Kringluna og spurði misgáfulegra spurninga um krossfestinguna. Getum þakkað Berglindi fyrir að setja krossinn á dagskrá Hólmfríður benti á að þetta hafi átt að vera ofboðslega fyndið en mörgum prestum hafi ekki þótt það og tjáð þann hug sinn. Er þetta til marks um að gjá sé að myndast milli kirkjunnar og samfélags? Guðrún sagði það ekki vera en við gætum þakkað Berglindi Festival fyrir að hafa sett krossinn á dagskrá. „Ég hef tekið eftir því hvað krossinn hefur djúpa og merkilega merkingu fyrir marga sem hafa ekki húmor fyrir Páskahátíðinni,“ sagði Guðrún. Hún nefndi að við gætum nýtt þetta upphlaup til samtals. „Það sem vekur athygli í þessu er að sláandi er hversu margir vita lítið um páskahátíðina en ég þakka Berglindi fyrir að hafa sett þetta á dagskrá.“ Mögnuð saga sögð um páskana Elínborg sagði að við værum nú gengin inn í dymbilvikuna þar sem Jesú var fagnað sem hetju. Það sem gerist í kjölfarið er athyglisvert og varðar það hversu skjótt veður skipast í lofti. „Sem hendi sé veifað er hann svikinn, festur á kross og fólkið hrópar Barrabas.“ Elínborg vildi meina að þetta væri til marks um hvað múgæsing hefur mikil áhrif í samfélaginu og hún sé á öllum tímum. Þjáning og píslir Krists geta verið okkur spegilmynd á öllum tímum,“ sagði Elínborg og nefndi þjáningu í Gaza, þjáningu í Úkraínu þar sem börn eru drepin og þeim nauðgað. Ljóst var að þeim þótti skopið ekki fyndið en það hefði vakið athygli á því hversu djúpstæð merking krossins sé og þökkuðu Berglindi fyrir að setja það á dagskrá.vísir/einar Guðrún sagði að þetta gætum við speglað í þessu. „Þetta er rétt hjá Guðrúnu,“ sagði Elínborg. Krossinn hafi djúpstæða merkingu í okkar huga, sem hafi svo breyst í sigurtákn með upprisunni á Páskadegi. Við erum með sögu mannsins, mannlegan breiskleika, mannlega þjáningu en kærleikurinn sigrar illskuna og lífið dauðann. „Þetta er mögnuð saga sem okkur er sögð um páskana.“ Guðmundur sagði að það væri ekkert nýtt að hæðst væri að krossi Krists. Hann hafi meira að segja verið hæddur á krossinum; ræninginn sem var við hliðina á honum hafi hæðst að honum og spurt: Ert þú ekki Kristur? Af hverju bjargar þú okkur ekki? Alltaf verið hæðst að krossinum Guðmundur rakti að í rómverskum herbúðum hafi verið kross, á honum hafi hangið asni og undir hafi staðið nafn á hermanni „sem tilbiður guð sinn. Það er ekkert nýtt að hæðst sé að krossinum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það hins vegar segja mikið um kirkjuna og umburðarlyndi hennar að það væri ekkert svo agalegt að vera með svona skop fyrir páskahátíðina. „Þó við tölum um þetta og höfum skoðanir á þessum skets, þjóðfélagið hefur ekkert farið á hliðina og við tölum um eitthvað annað eftir þrjá daga,“ sagði Guðmundur. Öll voru þau sammála um að kirkjan hefði skírskotun í dag, sífellt stækki sá hópur sem sæki kirkjuna. Vissulega væru einhverjir sem segðu sig úr þjóðkirkjunni en það bjagaði tölurnar að hingað flytji fólk sem ekki er lútherskrar trúar. „Nei, mér finnst kirkjan ekki njóta sannmælis,“ sagði Guðrún. Umræðan var afar athyglisverð og má finna þáttinn í heild sinni hér neðar. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Pallborðið Ríkisútvarpið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður ræddi við þau um heima og geima. Meðal þess sem bryddað var uppá var að spilað var fyrir þau þrjú umdeilt atriði úr Vikunni, þætti Gísla Marteins en fjölmargir kirkjunnar þjónar og fleiri hafa lýst yfir mikilli vandlætingu á því. En þá fór Berlind Festival í Kringluna og spurði misgáfulegra spurninga um krossfestinguna. Getum þakkað Berglindi fyrir að setja krossinn á dagskrá Hólmfríður benti á að þetta hafi átt að vera ofboðslega fyndið en mörgum prestum hafi ekki þótt það og tjáð þann hug sinn. Er þetta til marks um að gjá sé að myndast milli kirkjunnar og samfélags? Guðrún sagði það ekki vera en við gætum þakkað Berglindi Festival fyrir að hafa sett krossinn á dagskrá. „Ég hef tekið eftir því hvað krossinn hefur djúpa og merkilega merkingu fyrir marga sem hafa ekki húmor fyrir Páskahátíðinni,“ sagði Guðrún. Hún nefndi að við gætum nýtt þetta upphlaup til samtals. „Það sem vekur athygli í þessu er að sláandi er hversu margir vita lítið um páskahátíðina en ég þakka Berglindi fyrir að hafa sett þetta á dagskrá.“ Mögnuð saga sögð um páskana Elínborg sagði að við værum nú gengin inn í dymbilvikuna þar sem Jesú var fagnað sem hetju. Það sem gerist í kjölfarið er athyglisvert og varðar það hversu skjótt veður skipast í lofti. „Sem hendi sé veifað er hann svikinn, festur á kross og fólkið hrópar Barrabas.“ Elínborg vildi meina að þetta væri til marks um hvað múgæsing hefur mikil áhrif í samfélaginu og hún sé á öllum tímum. Þjáning og píslir Krists geta verið okkur spegilmynd á öllum tímum,“ sagði Elínborg og nefndi þjáningu í Gaza, þjáningu í Úkraínu þar sem börn eru drepin og þeim nauðgað. Ljóst var að þeim þótti skopið ekki fyndið en það hefði vakið athygli á því hversu djúpstæð merking krossins sé og þökkuðu Berglindi fyrir að setja það á dagskrá.vísir/einar Guðrún sagði að þetta gætum við speglað í þessu. „Þetta er rétt hjá Guðrúnu,“ sagði Elínborg. Krossinn hafi djúpstæða merkingu í okkar huga, sem hafi svo breyst í sigurtákn með upprisunni á Páskadegi. Við erum með sögu mannsins, mannlegan breiskleika, mannlega þjáningu en kærleikurinn sigrar illskuna og lífið dauðann. „Þetta er mögnuð saga sem okkur er sögð um páskana.“ Guðmundur sagði að það væri ekkert nýtt að hæðst væri að krossi Krists. Hann hafi meira að segja verið hæddur á krossinum; ræninginn sem var við hliðina á honum hafi hæðst að honum og spurt: Ert þú ekki Kristur? Af hverju bjargar þú okkur ekki? Alltaf verið hæðst að krossinum Guðmundur rakti að í rómverskum herbúðum hafi verið kross, á honum hafi hangið asni og undir hafi staðið nafn á hermanni „sem tilbiður guð sinn. Það er ekkert nýtt að hæðst sé að krossinum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það hins vegar segja mikið um kirkjuna og umburðarlyndi hennar að það væri ekkert svo agalegt að vera með svona skop fyrir páskahátíðina. „Þó við tölum um þetta og höfum skoðanir á þessum skets, þjóðfélagið hefur ekkert farið á hliðina og við tölum um eitthvað annað eftir þrjá daga,“ sagði Guðmundur. Öll voru þau sammála um að kirkjan hefði skírskotun í dag, sífellt stækki sá hópur sem sæki kirkjuna. Vissulega væru einhverjir sem segðu sig úr þjóðkirkjunni en það bjagaði tölurnar að hingað flytji fólk sem ekki er lútherskrar trúar. „Nei, mér finnst kirkjan ekki njóta sannmælis,“ sagði Guðrún. Umræðan var afar athyglisverð og má finna þáttinn í heild sinni hér neðar.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Pallborðið Ríkisútvarpið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira