Strákurinn sem Ísland missti frábær í fyrsta leik með Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 10:31 Cole Campbell spilar með Borussia Dortmund og nú fyrir bandaríska landsliðið en ekki það íslenska. Getty/ Jonathan Moscrop William Cole Campbell ákvað að hætta að gefa kost á sér í íslensku landsliðin og skipta yfir í bandaríska landsliðið. FIFA gaf grænt ljós á skiptin og Cole spilaði sinn fyrsta leik með bandarísku landsliði þegar hann hjálpaði nítján ára landsliðinu að vinna England um helgina. Hinn átján ára gamli Cole skoraði tvö mörk í 3-2 sigri en leikurinn fór fram í Rabat í Marokkó. Í fyrra markinu fékk hann stungusendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Í seinna markinu þá keyrði hann á bakvörðinn og fíflaði hann áður en hann afgreiddi boltann glæsilega í markið rétt utan markteigsins. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslenska sautján ára landsliðið og er þegar búinn að jafna það í fyrsta leik með bandarísku landsliði. Cole spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann fór út en hann spilar nú með unglingaliði Borussia Dortmund. Hann á bandarískan föður en móðir hans er fyrrum landsliðskona Íslands, Rakel Ögmundsdóttir. Rakel lék tíu A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim sjö mörk. Hún skoraði einnig þrjú mörk í þremur leikjum fyrir 21 árs landsliðið. Cole hefur spilað með nítján ára liði Dortmund í vetur og er með sjö stoðsendingar og tvö mörk í sextán leikjum í þýsku deildinni. Hér fyrir neðan má sjá mörkin hjá Cole. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic) Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
FIFA gaf grænt ljós á skiptin og Cole spilaði sinn fyrsta leik með bandarísku landsliði þegar hann hjálpaði nítján ára landsliðinu að vinna England um helgina. Hinn átján ára gamli Cole skoraði tvö mörk í 3-2 sigri en leikurinn fór fram í Rabat í Marokkó. Í fyrra markinu fékk hann stungusendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Í seinna markinu þá keyrði hann á bakvörðinn og fíflaði hann áður en hann afgreiddi boltann glæsilega í markið rétt utan markteigsins. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslenska sautján ára landsliðið og er þegar búinn að jafna það í fyrsta leik með bandarísku landsliði. Cole spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann fór út en hann spilar nú með unglingaliði Borussia Dortmund. Hann á bandarískan föður en móðir hans er fyrrum landsliðskona Íslands, Rakel Ögmundsdóttir. Rakel lék tíu A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim sjö mörk. Hún skoraði einnig þrjú mörk í þremur leikjum fyrir 21 árs landsliðið. Cole hefur spilað með nítján ára liði Dortmund í vetur og er með sjö stoðsendingar og tvö mörk í sextán leikjum í þýsku deildinni. Hér fyrir neðan má sjá mörkin hjá Cole. View this post on Instagram A post shared by CAA Stellar Nordic (@caastellarnordic)
Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira