Forsberg hjónin hafa verið gift í átta ár en hafa verið par frá árinu 2005. Þau eiga tvö börn saman, stelpur fæddar 2018 og 2023.
Forsberg flutti sig nýverið yfir til New York Red Bulls en hann lék áður með þýska systrafélaginu RB Leipzig í næstum því áratug.
Red Bulls captain Emil Forsberg accused by wife of ghosting family after move to New York https://t.co/rPt96EboLP pic.twitter.com/z1U88Pzjty
— New York Post (@nypost) March 25, 2024
Eiginkonan og börnin urðu eftir í Svíþjóð eftir að hann samdi við New York liðið og það var upphafið að endanum.
„Leiðir okkar skilja. Orð sem ég bjóst aldrei við að segja eftir nítján ár saman og ég trúi þessu ekki enn,“ skrifaði Shanga Forsberg á samfélagmiðla. Hún beindi orðum sínum til Emils.
„Ég hef elskað þig meira en allt annað og alltaf stutt við bakið á þér. Allir vita að það eru samt takmörk. Ég elska börn mín mest af öllu og ég vil að þau þekki sitt virði eins og ég þekki mitt. Að vera tekin sem sjálfsögðum hlut og vanræksla er ekki ást,“ skrifaði Shanga.
„Nýtt upphaf í New York var augljóslega ný byrjun í þínu lífi. Ég sá það í dagblöðunum að þér líður vel og þú ert að njóta hverrar stundar þarna. Þú hefur líka framtíðarplön en við vissum ekkert um það heldur. Ef blaðamennirnir vissu af því þá ertu að tala meira við þá en þína eigin fjölskyldu þessa síðustu mánuði,“ skrifaði Shanga.
Emil Forsberg er 32 ára gamall. Hann hefur skorað 21 mark í 88 landsleikjum fyrir Svíþjóð. Hann hefur spilað fjóra leiki í bandarísku MLS-deildinni og er með eitt mark og eina stoðsendingu í þeim.