Telur að nokkrir bíði átekta vegna forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2024 19:30 Þórhildur Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri og almannatengill hjá Brú Strategy bendir á að við séum á spennandi tímapunkti í kosningabaráttunni. Allt sé enn galopið og möguleiki á fleiri framboðum. Vísir/Einar Almannatengill hjá ráðgjafafyrirtæki telur að nokkrir hugsanlegir frambjóðendur til forseta Íslands neyðist til að bíða átekta því forsætisráðherra hefur ekki enn sagt af eða á með framboð. Hún telur líklegt að ráðherrann láti slag standa en vonar að málið skýrist sem fyrst. Rúmur mánuður til stefnu Fólk sem hefur hug á framboði til Forseta Íslands hefur þar til 26. apríl til að bjóða sig fram. Þann annan maí mun landskjörstjórn auglýsa hverjir verða í framboði. Landsmenn ganga síðan til kosninga laugardaginn 1. júní. Það er vissara að frambjóðendur prenti dagatalið út og setji á ísskápinn.Grafík/Sara Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu liggja margir undir hinum margumrædda feldi og eru sumir hverjir orðnir kófsveittir. Þórhildur Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri og almannatengill hjá Brú Strategy telur að biðin tengist Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í mörgum tilfellum. „Ég tel enn líkur á að Katrín fari fram. Hún hefur að minnsta kosti ekki slegið það út af borðinu og það segir okkur allavega það að hún er að hugsa málið upp að einhverju marki og ég held að það séu einhverjir frambjóðendur þarna úti sem hreinlega sitja og bíða eftir hennar ákvörðun svo það verður mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Ég vona að það skýrist fyrr en síðar.“ Katrín gæti breytt landslaginu Þórhildur telur að það myndi gjörbreyta kosningabaráttunni ef Katrín gæfi kost á sér enda sé hún sterkur frambjóðandi. „Katrín hefur svo gríðarlega margt; hún er mjög reynslumikil, hún er gædd mjög miklum persónutöfrum og, það sem meira er, þá nýtur hún gríðarlegs trausts.“ Allt opið enn og líkur á fleiri frambjóðendum Þórhildur segir að nú séum við stödd á spennandi tímapunkti í kosningabaráttunni því nú geti hreinlega allt gerst og ekkert sé gefið. „Það er að teiknast upp mjög spennandi mynd en við megum ekki gleyma því að það er mánuður til stefnu og mánuður er mjög langur tími í þessu samhengi þar sem kosningabaráttan er mjög stutt. Líklega fara fleiri frambjóðendur fram, ég held við getum alveg gefið okkur það. Þannig að þetta er mjög spennandi en á þessum tímapunkti er mjög erfitt að segja til um hver niðurstaðan verður; hver næsti forseti verður, við hreinlega höfum ekki forsendurnar til þess.“ Þórhildur ráðleggur fólki sem liggur undir feldi að vinna heimavinnuna sína vel því það sé mikið í húfi, ekki síst fjárhagslega. Það sé ekki nóg að kanna hljómgrunninn í innsta hring. „Það er kannski ekki alveg nóg að frændi þinn hvetji þig til að fara fram í páskaboðinu, þó það sé líka frábært, en það er mjög mikilvægt að fara vel út fyrir þína „búbblu“ og kanna hvort það sé raunverulegur grundvöllur fyrir framboði.“ Forsetaframboð dýrt sport Því framboð kosti sitt og kalli á stöður sem þurfi að manna. „Þú þarft að ráða kosningateymi, kosningastjóra, kynningarstjóra og fleira og svo má heldur ekki gleyma því að fólk sem fer fram í þessa kosningabaráttu af alvöru, það gerir það í fullu starfi og þitt aðalstarf bíður á meðan þannig að það er beinn tekjumissir þannig að það er dýrt sport að fara í forsetaframboð.“ Ekki lengur einn framboðsfundur og búið Þórhildur á von á spennandi og fjörugri kosningabaráttu. Vísir/Einar Þórhildur bendir á að til þess að vera sýnilegur þurfi að beita öllum ráðum og öllum mögulegum miðlunarleiðum. Það sé af sem áður var. „Þau sem ætla að fara í þetta af fullum krafti og af alvöru verða að setja allt annað til hliðar og setja allan kraft í að vera sýnileg og á öllum miðlum. Þetta er ekki lengur bara einhver einn framboðsfundur heldur þarftu að vera mjög vakandi og við erum að sjá það nú þegar og það eru komnar stórar Facebook-grúppur fyrir stuðningsfólk frambjóðendanna.“ Þar myndist líflegar umræður, ýmislegt úr fortíð viðkomandi sé dregið fram í dagsljósið, allt frá afstöðu til Icesave á sínum tíma til ferilskrár. Mörgum finnst tilhugsunin um að sæta slíkri skoðun ekki mjög fýsileg og láta það jafnvel stoppa sig. Þórhildur segir að fólk eigi ekkert að láta minniháttar hluti úr fortíðinni aftra sér. „Við hreinlega lifum á þannig tímum í dag. Ekkert okkar er fullkomið. Við höfum öll gengið í gegnum ýmislegt og það er hreinlega ekki hægt að fara fram á að fólk hafi aldrei gert nein mistök, það mikilvægasta er að draga lærdóm af því og halda áfram. Fólk ætti ekki að láta það halda aftur af sér ef það er eitthvað eitt sem það er að velta fyrir sér að gæti komið í dagsljósið. Við lifum á tímum mikils upplýsingaflæðis og internetið er auðvitað búið að skrásetja allt sem við gerum; það eru til myndir af okkur öllum síðan í grunnskóla sem allir geta séð og flestir hafa gert misgáfaða hluti. Þetta er okkar raunveruleiki í dag, árið er 2024 og það er bara áfram gakk!“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. 25. mars 2024 08:43 Fjölgar í stuðningshópi Höllu Hrundar Hátt í átta hundruð manns hafa gengið í Facebook hópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands“. Ört fjölgar í hópnum, sem var búinn til í gærkvöldi. 24. mars 2024 15:50 Salvör Nordal gefur ekki kost á sér Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi forsetakosningum. Frá þessu greindi hún á Facebook síðu sinni í gær. 24. mars 2024 14:13 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hún telur líklegt að ráðherrann láti slag standa en vonar að málið skýrist sem fyrst. Rúmur mánuður til stefnu Fólk sem hefur hug á framboði til Forseta Íslands hefur þar til 26. apríl til að bjóða sig fram. Þann annan maí mun landskjörstjórn auglýsa hverjir verða í framboði. Landsmenn ganga síðan til kosninga laugardaginn 1. júní. Það er vissara að frambjóðendur prenti dagatalið út og setji á ísskápinn.Grafík/Sara Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu liggja margir undir hinum margumrædda feldi og eru sumir hverjir orðnir kófsveittir. Þórhildur Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri og almannatengill hjá Brú Strategy telur að biðin tengist Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í mörgum tilfellum. „Ég tel enn líkur á að Katrín fari fram. Hún hefur að minnsta kosti ekki slegið það út af borðinu og það segir okkur allavega það að hún er að hugsa málið upp að einhverju marki og ég held að það séu einhverjir frambjóðendur þarna úti sem hreinlega sitja og bíða eftir hennar ákvörðun svo það verður mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Ég vona að það skýrist fyrr en síðar.“ Katrín gæti breytt landslaginu Þórhildur telur að það myndi gjörbreyta kosningabaráttunni ef Katrín gæfi kost á sér enda sé hún sterkur frambjóðandi. „Katrín hefur svo gríðarlega margt; hún er mjög reynslumikil, hún er gædd mjög miklum persónutöfrum og, það sem meira er, þá nýtur hún gríðarlegs trausts.“ Allt opið enn og líkur á fleiri frambjóðendum Þórhildur segir að nú séum við stödd á spennandi tímapunkti í kosningabaráttunni því nú geti hreinlega allt gerst og ekkert sé gefið. „Það er að teiknast upp mjög spennandi mynd en við megum ekki gleyma því að það er mánuður til stefnu og mánuður er mjög langur tími í þessu samhengi þar sem kosningabaráttan er mjög stutt. Líklega fara fleiri frambjóðendur fram, ég held við getum alveg gefið okkur það. Þannig að þetta er mjög spennandi en á þessum tímapunkti er mjög erfitt að segja til um hver niðurstaðan verður; hver næsti forseti verður, við hreinlega höfum ekki forsendurnar til þess.“ Þórhildur ráðleggur fólki sem liggur undir feldi að vinna heimavinnuna sína vel því það sé mikið í húfi, ekki síst fjárhagslega. Það sé ekki nóg að kanna hljómgrunninn í innsta hring. „Það er kannski ekki alveg nóg að frændi þinn hvetji þig til að fara fram í páskaboðinu, þó það sé líka frábært, en það er mjög mikilvægt að fara vel út fyrir þína „búbblu“ og kanna hvort það sé raunverulegur grundvöllur fyrir framboði.“ Forsetaframboð dýrt sport Því framboð kosti sitt og kalli á stöður sem þurfi að manna. „Þú þarft að ráða kosningateymi, kosningastjóra, kynningarstjóra og fleira og svo má heldur ekki gleyma því að fólk sem fer fram í þessa kosningabaráttu af alvöru, það gerir það í fullu starfi og þitt aðalstarf bíður á meðan þannig að það er beinn tekjumissir þannig að það er dýrt sport að fara í forsetaframboð.“ Ekki lengur einn framboðsfundur og búið Þórhildur á von á spennandi og fjörugri kosningabaráttu. Vísir/Einar Þórhildur bendir á að til þess að vera sýnilegur þurfi að beita öllum ráðum og öllum mögulegum miðlunarleiðum. Það sé af sem áður var. „Þau sem ætla að fara í þetta af fullum krafti og af alvöru verða að setja allt annað til hliðar og setja allan kraft í að vera sýnileg og á öllum miðlum. Þetta er ekki lengur bara einhver einn framboðsfundur heldur þarftu að vera mjög vakandi og við erum að sjá það nú þegar og það eru komnar stórar Facebook-grúppur fyrir stuðningsfólk frambjóðendanna.“ Þar myndist líflegar umræður, ýmislegt úr fortíð viðkomandi sé dregið fram í dagsljósið, allt frá afstöðu til Icesave á sínum tíma til ferilskrár. Mörgum finnst tilhugsunin um að sæta slíkri skoðun ekki mjög fýsileg og láta það jafnvel stoppa sig. Þórhildur segir að fólk eigi ekkert að láta minniháttar hluti úr fortíðinni aftra sér. „Við hreinlega lifum á þannig tímum í dag. Ekkert okkar er fullkomið. Við höfum öll gengið í gegnum ýmislegt og það er hreinlega ekki hægt að fara fram á að fólk hafi aldrei gert nein mistök, það mikilvægasta er að draga lærdóm af því og halda áfram. Fólk ætti ekki að láta það halda aftur af sér ef það er eitthvað eitt sem það er að velta fyrir sér að gæti komið í dagsljósið. Við lifum á tímum mikils upplýsingaflæðis og internetið er auðvitað búið að skrásetja allt sem við gerum; það eru til myndir af okkur öllum síðan í grunnskóla sem allir geta séð og flestir hafa gert misgáfaða hluti. Þetta er okkar raunveruleiki í dag, árið er 2024 og það er bara áfram gakk!“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. 25. mars 2024 08:43 Fjölgar í stuðningshópi Höllu Hrundar Hátt í átta hundruð manns hafa gengið í Facebook hópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands“. Ört fjölgar í hópnum, sem var búinn til í gærkvöldi. 24. mars 2024 15:50 Salvör Nordal gefur ekki kost á sér Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi forsetakosningum. Frá þessu greindi hún á Facebook síðu sinni í gær. 24. mars 2024 14:13 Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. 25. mars 2024 08:43
Fjölgar í stuðningshópi Höllu Hrundar Hátt í átta hundruð manns hafa gengið í Facebook hópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands“. Ört fjölgar í hópnum, sem var búinn til í gærkvöldi. 24. mars 2024 15:50
Salvör Nordal gefur ekki kost á sér Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi forsetakosningum. Frá þessu greindi hún á Facebook síðu sinni í gær. 24. mars 2024 14:13
Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 22. mars 2024 15:42