„Tíu ár en enginn hringur“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. mars 2024 07:00 Birta Líf er annar hlaðvarpsstjórnandi Te-boðið ásamt Sunneu Einars. Birta Líf Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára. Birta Líf situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Birta Líf Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ef að fyrsta skrefið er að spyrja hvort maður vilji hittast eða adda á snapchat þá var það Gunnar. Fyrsti kossinn okkar: Fyrsti kossinn okkar er ekki eins og úr rómantískri Hollywood gamanmynd, því miður. En hann var vandræðalegur og ég roðna bara strax við það að hugsa um hann. Hann var greinilega ekki alslæmur því við samt hittumst aftur eftir hann. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ef við erum tvö saman í umhverfi sem við erum ekki vön, eins og að prufa nýjan veitingastað, hóteli út á landi, erlendis saman. Eða bara að skapa nýjar minningar saman, mér finnst það vera rómantískt stefnumót. Birta Líf Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Fyrsta myndin sem mér datt í hug er The Holiday! Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ég elska break up ballöður af öllu hjarta. Gunnari finnst það alltaf jafn furðulegt hvað ég syng lögin af mikilli innlifun þar sem við eru langt frá því að hætta saman. En ég á mörg uppáhalds en það kom sem fyrst upp í hugann er lagið All I Could Do is cry í flutningi Beyonce í kvikmyndinni Cadillac Records. Lagið okkar: Cant help falling in love - í flutningi Haley Reinhart. Maturinn: Allt mexikanskt. Það er algengasti maturinn sem við höfum borðað saman í gegnum árin, hvort sem það er út að borða eða bara heima! Eruði rómantísk? Já alveg inn á milli. Getum verið það ef við reynum. Birta Líf Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ég held að fyrsta gjöfin sem við gáfum hvort öðru hafi verið jólagjöf! Mig minnir að ég hafi gefið honum Nike skó og Jör skyrtu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Ef ég man rétt þá minnir mig að fyrsta gjöfin hafi einmitt verið gjöf sem sló í gegn sem var Marc Jacobs taska sem mig var búið að dreyma um á þeim tíma. Maðurinn minn er: Mitt heima. Rómantískasti staður á landinu: Eins og staðan er núna er það Hótel Geysir. Við vorum þar snemma í mars. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Vá þær eru svo margar en eru flestar tengdar algjörum einkahúmor. Það eru alveg nokkur móment sem við getum varla talað um án þess að springa úr hlátri. Það er samt ein sem stendur upp úr. Gunnar var í einhvers konar þrautabraut á vatni, svipað og Wipe out braut, og dettur. Hann stendur síðan upp og horfir í kringum sig stoltur af því að enginn hafi séð þetta klúður. Hann áttar sig svo á því að ég sit beint fyrir framan hann grátandi úr hlátri. Það er alltaf jafn fyndið að horfa á aðra detta. Ég veit ekki af hverju en okkur finnst þetta alltaf jafn viðbjóðslega fyndið nú níu árum síðan. Stundum eru það bara litlu hlutirnir. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Áratugur af ást. Hvernig við lifðum hvort annað af í 10 ár eða 10 ár en enginn hringur. Nei smá djók. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Það felst eiginlega alltaf í því að borða góðan mat. Við skiptum til dæmis um umhverfi, förum út að borða eða eigum heima deit og spilum eitthvað spil eftir að stelpan okkar fer að sofa. Birta Líf Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Í sambandinu okkar ríkir mikið traust, það er ótrúlega skemmtilegt, mikil stríðni, ást, umhyggja og góð samskipti! Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Jákvæður, góðhjartaður og sætastur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Mögulega búin að stækka fjölskylduna, komin á okkar framtíðarheimilið og ferðast reglulega á skemmtilega og nýja staði með fjölskyldunni. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að taka frá tíma fyrir okkur og gera kærustuparahluti. Gera eitthvað annað en að taka saman úr þvottavélinni. Ást er ... að borða góða osta saman í rómantísku umhverfi og spjalla. Ást er... Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir „Sætasti gaur sem ég þekki“ Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta. 22. mars 2024 10:01 Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum. 15. mars 2024 08:45 Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 15. febrúar 2024 20:19 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál „Mér fannst hann fallegastur í heimi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Kynlífsklúbbar á Kanarí: „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Birta Líf situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Birta Líf Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ef að fyrsta skrefið er að spyrja hvort maður vilji hittast eða adda á snapchat þá var það Gunnar. Fyrsti kossinn okkar: Fyrsti kossinn okkar er ekki eins og úr rómantískri Hollywood gamanmynd, því miður. En hann var vandræðalegur og ég roðna bara strax við það að hugsa um hann. Hann var greinilega ekki alslæmur því við samt hittumst aftur eftir hann. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ef við erum tvö saman í umhverfi sem við erum ekki vön, eins og að prufa nýjan veitingastað, hóteli út á landi, erlendis saman. Eða bara að skapa nýjar minningar saman, mér finnst það vera rómantískt stefnumót. Birta Líf Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Fyrsta myndin sem mér datt í hug er The Holiday! Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ég elska break up ballöður af öllu hjarta. Gunnari finnst það alltaf jafn furðulegt hvað ég syng lögin af mikilli innlifun þar sem við eru langt frá því að hætta saman. En ég á mörg uppáhalds en það kom sem fyrst upp í hugann er lagið All I Could Do is cry í flutningi Beyonce í kvikmyndinni Cadillac Records. Lagið okkar: Cant help falling in love - í flutningi Haley Reinhart. Maturinn: Allt mexikanskt. Það er algengasti maturinn sem við höfum borðað saman í gegnum árin, hvort sem það er út að borða eða bara heima! Eruði rómantísk? Já alveg inn á milli. Getum verið það ef við reynum. Birta Líf Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ég held að fyrsta gjöfin sem við gáfum hvort öðru hafi verið jólagjöf! Mig minnir að ég hafi gefið honum Nike skó og Jör skyrtu. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Ef ég man rétt þá minnir mig að fyrsta gjöfin hafi einmitt verið gjöf sem sló í gegn sem var Marc Jacobs taska sem mig var búið að dreyma um á þeim tíma. Maðurinn minn er: Mitt heima. Rómantískasti staður á landinu: Eins og staðan er núna er það Hótel Geysir. Við vorum þar snemma í mars. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Vá þær eru svo margar en eru flestar tengdar algjörum einkahúmor. Það eru alveg nokkur móment sem við getum varla talað um án þess að springa úr hlátri. Það er samt ein sem stendur upp úr. Gunnar var í einhvers konar þrautabraut á vatni, svipað og Wipe out braut, og dettur. Hann stendur síðan upp og horfir í kringum sig stoltur af því að enginn hafi séð þetta klúður. Hann áttar sig svo á því að ég sit beint fyrir framan hann grátandi úr hlátri. Það er alltaf jafn fyndið að horfa á aðra detta. Ég veit ekki af hverju en okkur finnst þetta alltaf jafn viðbjóðslega fyndið nú níu árum síðan. Stundum eru það bara litlu hlutirnir. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Áratugur af ást. Hvernig við lifðum hvort annað af í 10 ár eða 10 ár en enginn hringur. Nei smá djók. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Það felst eiginlega alltaf í því að borða góðan mat. Við skiptum til dæmis um umhverfi, förum út að borða eða eigum heima deit og spilum eitthvað spil eftir að stelpan okkar fer að sofa. Birta Líf Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Í sambandinu okkar ríkir mikið traust, það er ótrúlega skemmtilegt, mikil stríðni, ást, umhyggja og góð samskipti! Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Jákvæður, góðhjartaður og sætastur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Mögulega búin að stækka fjölskylduna, komin á okkar framtíðarheimilið og ferðast reglulega á skemmtilega og nýja staði með fjölskyldunni. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að taka frá tíma fyrir okkur og gera kærustuparahluti. Gera eitthvað annað en að taka saman úr þvottavélinni. Ást er ... að borða góða osta saman í rómantísku umhverfi og spjalla.
Ást er... Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir „Sætasti gaur sem ég þekki“ Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta. 22. mars 2024 10:01 Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum. 15. mars 2024 08:45 Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 15. febrúar 2024 20:19 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál „Mér fannst hann fallegastur í heimi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál Kynlífsklúbbar á Kanarí: „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Sætasti gaur sem ég þekki“ Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta. 22. mars 2024 10:01
Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum. 15. mars 2024 08:45
Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 15. febrúar 2024 20:19