Sport

Guð­laug Edda hækkaði sig um 76 sæti á heims­listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaug Edda Hannesdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta móti í meira en ár.
Guðlaug Edda Hannesdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta móti í meira en ár. Þríþrautarsamband Íslands

Tímabilið byrjar vel hjá bestu þríþrautarkonu landsins og Ólympíudraumurinn lifir góðu lífi.

Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hóf um helgina keppnistímabilið í þríþraut 2024 í Swakopmund í Namibíu og var það jafnframt hennar fyrsta keppni í rúmt ár.

Guðlaug Edda átti mjög gott sund og var lengst af í fyrsta sæti í hjólaleggnum en gaf aðeins eftir í hlaupinu. Hún er nýbyrjuð að hlaupa á ný eftir erfið meiðsli og það var því vitað að það yrði líklega mest krefjandi fyrir okkar konu.

Guðlaug endaði að lokum í fjórða sæti í keppninni í Namibíu sem skilaði henni upp um 76 sæti á heimslistanum eða úr 347 sæti í 271.

Edda þarf að komast í topp 180 fyrir lok maí til að eiga góðan möguleika á boðsæti á Ólympíuleikana.

Guðlaug Edda glímdi við erfið mjaðmameiðsli allt síðasta keppnistímabil er að koma sterk til baka eftir uppskurð. Næsta keppni hennar verður í Suður-Afríku eftir tvær vikur og mun Edda halda kyrru fyrir í Afríku næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×