Erika Nótt með tímamótasigur fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 15:02 Erika Nótt Einarsdóttir með verðlaunagrip sinn sem Norðurlandameistari í hnefaleikum 2024. mynd/HNÍ Hin 17 ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð í dag fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum, á Norðurlandamótinu sem var að ljúka í Danmörku. Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við. Box Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Íslenski hópurinn vann þrjár medalíur á mótinu en það var árangur Eriku sem stóð upp úr því hún gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil. Í tilkynningu segir að Erika hafi unnið sænskan andstæðing sinn í úrslitum, Arina Vakili, með miklum yfirburðum. Þó að Ísland hafi alloft keppt á Norðurlandamóti eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslendings á slíku móti. Ekki nóg með það heldur var Erika valin besta unga hnefaleikakonan á mótinu, þar sem valið stóð á milli þeirra kvenboxara sem voru undir 19 ára aldri. Einnig silfur og brons Nóel Freyr Ragnarsson vann Norðmann með sannfærandi hætti í undanúrslitum -67 kg flokks, hjá U19 ára, en varð að sætta sig við silfur eftir hörkubardaga við danskan mótherja sem jafnframt var ríkjandi Norðurlandameistari. Benedikt Gylfi Eiríksson hlaut svo brons í U19 ára flokki, í -75 kg flokki, en hann tapaði fyrir dönskum keppinaut í undanúrslitum. Landsliðið á síðustu æfingunni fyrir ferðina út til Danmerkur: Gabríel Warén, Hafþór Magnússon, Erika Nótt Einarsdóttir, Elmar Gauti Halldórsson, Nóel Freyr Ragnarsson, Benedikt Gylfi Eiríksson, Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari og Arnór Már Grímsson aðstoðarþjálfari í ferðinni.HNÍ Alls voru sex íslenskir keppendur á mótinu. Elmar Gauti Halldórsson keppti í -75kg og lenti í fyrstu viðureign gegn Norðmanni sem að endingu vann mótið. Hafþór Magnússon, í -67 kg, tapaði í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun 1-4 gegn Svía í virkilega jöfnum bardaga. Gabríel Warén, U19 -63,5kg, tapaði gegn Norðmanni í fjórðungsúrslitum á klofinni dómaraákvörðun, 3-2. Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari er mjög ánægður með heildarárangur liðsins og segir að framtíðin sé björt í hnefaleikum á Íslandi. Þessi árangur sýni það vel að skrefin séu góð sem verið sé að taka fram á við.
Box Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira