Ástríðufullur safnari í Reykjanesbæ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. mars 2024 09:35 Pólskur herbúningur er ein af mörgum gersemum í safni Ólafs. Vísir/Vilhelm Á heimili Ólafs Ólafssonar í Reykjanesbæ er líklega að finna eitt stærsta einkasafn landsins af merkjum og fatnaði sem tengjast starfsemi lögreglu, flugi, hersins og ýmissa annarra embættisaðila, bæði íslenskum og erlendum. Þar má meðal annars finna lögregluhúfu frá 1930, smellubindi frá Varnarmálastofnun Íslands, húfumerki yfirmanna Landhelgisgæslunnar frá tímum Þorskastríðsins því og svo mætti lengi telja. Fyrstu munirnir frá lögreglunni Tignarmerki, eða stöðueinkenni eru stærsta áhugamál Ólafs. Hann byrjaði að taka þátt í björgunarsveitarstarfi árið 1990 og segir söfnunaráhugann hafa kviknað út frá því. „Þá byrjaði ég að safna merkjum og bara vatt þetta upp á sig frekar fljótt, og seinna meir fóru búningarnar að bætast við. Þegar ég var í björgunarsveitinni vorum við mikið að vinna með Landhelgisgæslunni, og ég byrjaði að sanka að mér munum þaðan.“ Ólaf er með hluta af safngripunum til sýnis í stofunni hjá sér.Vísir/Vilhelm Fyrstu einkennismerkin sem Ólafur eignaðist voru lögreglumerki. Faðir hans starfaði um árabil sem varðstjóri hjá lögreglunni, lengst af hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. Ólafi þykir líka vænt um fyrsta búninginn sem hann eignaðist, en sá búningur var áður í eigu föður hans og er frá áttunda áratugnum. Hann á einnig lögreglujakka fyrrum aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík. Jakkinn er einn af fjölmörgum verðmætum sem Ólafur hefur sankað að sér sem tengjast lögreglunni.Vísir/Vilhelm Í safni Ólafs er meðal annars að finna lögreglu húfu frá fyrri hluta sjötta áratugarins. „Þá var stjarnan úr silfri fyrir lögregluþjóna en bróderuð gyllt fyrir yfirmenn.“ Lögregluhúfan frá 1930 er ein af elstu gripunum í safninu,Aðsend Með árunum hafa bæst við í safnið merki og búningar sem tengjast starfi hersins, tollgæslunnar, Slysavarnarfélagsins, björgunarsveitanna og slökkviliðsins, en Ólafur starfaði einmitt sem slökkviliðsmaður á Grundarfirði á árum áður. Munirnir koma héðan og þaðan Fyrir utan Ísland koma merkin í safni Ólafs frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Spáni og Ítalíu svo einhver lönd séu nefnd. Þau skipta nokkrum þúsundum. Merkin sem Ólafur hefur safnað í gegnum tíðina skipta þúsundum.Vísir/Vilhelm „Mörg af þessum merkjum hef ég fengið í skiptum frá manni sem býr í Ástralíu, gömlum kraftajötni sem hefur sér sett sér það markmið að koma upp stærsta safninu tengdu íslenskum merkjum, utan Íslands,“ segir Ólafur en munina hefur hann fengið frá hinum og þessum í gegnum árin, auk þess sem hann hefur af og til leitað á uppboðssíður og borð við Ebay. Hann vann á árum áður sem öryggisvörður í verslun í Keflavík og sankaði þá að sér ófáum merkjum sem tengjast flugsveitum. „Það var mikill straumur í verslunina af Norðmönnum, Finnum og Svíum sem voru í loftýmisgæslu og maður lenti oft á spjalli við þá.“ Ólafur naut einnig góðs af setu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma og komst í kynni við marga bandaríska hermenn sem gátu útvegað honum gersemar tengdar Bandaríkjaher. Einn mesti dýrgripurinn í safninu er að sögn Ólafs silfuverðlaunaorða Slysavarnarfélagsins frá 1950. Þau verðlaun voru veitt í þremur gráðum á árunum 1948 til 1960. Umrædd orða var, eftir því sem Ólafur kemst næst, veitt 18 ára sjómanni af breskum togara sem bjargaði litlum dreng frá drukknun á Seyðisfirði, þann 22. mars árið 1949. Minjar frá Slysavarnarfélaginu.Vísir/Vilhelm „Ég fékk þessa orðu frá Bretlandi, og það er í raun eina tengingin sem ég hef við Bretland. Í safninu má einnig finna forláta skikkju; heiðursbúning sem áður tilheyrði pólskum hermanni og er talinn vera frá sjöunda áratugnum. Skikkjuna fékk Ólafur í jólagjöf fyrir nokkrum árum og hann á sömuleiðis tvo frakka og einkennishúfu sem tilheyra sömu herdeild. Mikilvægt að vita söguna á bak við Ólafur, sem starfar sem öryggisvörður hjá Landhelgisgæslunni, segist vissulega hafa hugleitt það að finna eitthvað húsnæði eða einhverskonar rými fyrir dýrgripina. Hann er með hluta af safninu til sýnis í stofunni heima, en skiljanlega er geymsluplássið takmarkað. Restin er í kössum. Ólafur á ófáa muni sem tengjast tollgæslunni á Íslandi.Aðsend Á heimasíðu sinni hefur hann í gengum tíðina birt myndir og upplýsingar um helstu einkennismerki stofnana hér á landi, en þær upplýsingar hefur hann fengið í gegnum kunningjaskap við fólk hjá viðkomandi stofnunum. „Mér finnst nefnilega mikilvægt að vita söguna á bak við hvert og eitt merki.“ Hann segir eiginkonuna fyrir löngu búna að sætta sig við óbilandi söfnunaráhuga hans. „En hún er líka svona ákveðin „bremsa“ fyrir mig, hún heldur mér í skefjum,“ segir hann en hann útilokar ekki að breyta herbergi dóttur þeirra í safnrými þegar hún flytur að heiman. Reykjanesbær Söfn Þorskastríðin Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Fyrstu munirnir frá lögreglunni Tignarmerki, eða stöðueinkenni eru stærsta áhugamál Ólafs. Hann byrjaði að taka þátt í björgunarsveitarstarfi árið 1990 og segir söfnunaráhugann hafa kviknað út frá því. „Þá byrjaði ég að safna merkjum og bara vatt þetta upp á sig frekar fljótt, og seinna meir fóru búningarnar að bætast við. Þegar ég var í björgunarsveitinni vorum við mikið að vinna með Landhelgisgæslunni, og ég byrjaði að sanka að mér munum þaðan.“ Ólaf er með hluta af safngripunum til sýnis í stofunni hjá sér.Vísir/Vilhelm Fyrstu einkennismerkin sem Ólafur eignaðist voru lögreglumerki. Faðir hans starfaði um árabil sem varðstjóri hjá lögreglunni, lengst af hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. Ólafi þykir líka vænt um fyrsta búninginn sem hann eignaðist, en sá búningur var áður í eigu föður hans og er frá áttunda áratugnum. Hann á einnig lögreglujakka fyrrum aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík. Jakkinn er einn af fjölmörgum verðmætum sem Ólafur hefur sankað að sér sem tengjast lögreglunni.Vísir/Vilhelm Í safni Ólafs er meðal annars að finna lögreglu húfu frá fyrri hluta sjötta áratugarins. „Þá var stjarnan úr silfri fyrir lögregluþjóna en bróderuð gyllt fyrir yfirmenn.“ Lögregluhúfan frá 1930 er ein af elstu gripunum í safninu,Aðsend Með árunum hafa bæst við í safnið merki og búningar sem tengjast starfi hersins, tollgæslunnar, Slysavarnarfélagsins, björgunarsveitanna og slökkviliðsins, en Ólafur starfaði einmitt sem slökkviliðsmaður á Grundarfirði á árum áður. Munirnir koma héðan og þaðan Fyrir utan Ísland koma merkin í safni Ólafs frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Spáni og Ítalíu svo einhver lönd séu nefnd. Þau skipta nokkrum þúsundum. Merkin sem Ólafur hefur safnað í gegnum tíðina skipta þúsundum.Vísir/Vilhelm „Mörg af þessum merkjum hef ég fengið í skiptum frá manni sem býr í Ástralíu, gömlum kraftajötni sem hefur sér sett sér það markmið að koma upp stærsta safninu tengdu íslenskum merkjum, utan Íslands,“ segir Ólafur en munina hefur hann fengið frá hinum og þessum í gegnum árin, auk þess sem hann hefur af og til leitað á uppboðssíður og borð við Ebay. Hann vann á árum áður sem öryggisvörður í verslun í Keflavík og sankaði þá að sér ófáum merkjum sem tengjast flugsveitum. „Það var mikill straumur í verslunina af Norðmönnum, Finnum og Svíum sem voru í loftýmisgæslu og maður lenti oft á spjalli við þá.“ Ólafur naut einnig góðs af setu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma og komst í kynni við marga bandaríska hermenn sem gátu útvegað honum gersemar tengdar Bandaríkjaher. Einn mesti dýrgripurinn í safninu er að sögn Ólafs silfuverðlaunaorða Slysavarnarfélagsins frá 1950. Þau verðlaun voru veitt í þremur gráðum á árunum 1948 til 1960. Umrædd orða var, eftir því sem Ólafur kemst næst, veitt 18 ára sjómanni af breskum togara sem bjargaði litlum dreng frá drukknun á Seyðisfirði, þann 22. mars árið 1949. Minjar frá Slysavarnarfélaginu.Vísir/Vilhelm „Ég fékk þessa orðu frá Bretlandi, og það er í raun eina tengingin sem ég hef við Bretland. Í safninu má einnig finna forláta skikkju; heiðursbúning sem áður tilheyrði pólskum hermanni og er talinn vera frá sjöunda áratugnum. Skikkjuna fékk Ólafur í jólagjöf fyrir nokkrum árum og hann á sömuleiðis tvo frakka og einkennishúfu sem tilheyra sömu herdeild. Mikilvægt að vita söguna á bak við Ólafur, sem starfar sem öryggisvörður hjá Landhelgisgæslunni, segist vissulega hafa hugleitt það að finna eitthvað húsnæði eða einhverskonar rými fyrir dýrgripina. Hann er með hluta af safninu til sýnis í stofunni heima, en skiljanlega er geymsluplássið takmarkað. Restin er í kössum. Ólafur á ófáa muni sem tengjast tollgæslunni á Íslandi.Aðsend Á heimasíðu sinni hefur hann í gengum tíðina birt myndir og upplýsingar um helstu einkennismerki stofnana hér á landi, en þær upplýsingar hefur hann fengið í gegnum kunningjaskap við fólk hjá viðkomandi stofnunum. „Mér finnst nefnilega mikilvægt að vita söguna á bak við hvert og eitt merki.“ Hann segir eiginkonuna fyrir löngu búna að sætta sig við óbilandi söfnunaráhuga hans. „En hún er líka svona ákveðin „bremsa“ fyrir mig, hún heldur mér í skefjum,“ segir hann en hann útilokar ekki að breyta herbergi dóttur þeirra í safnrými þegar hún flytur að heiman.
Reykjanesbær Söfn Þorskastríðin Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira