Býður viðskiptavinum upp á klippingu í algerri þögn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2024 19:41 Styrmir Sigurðsson, hárgreiðslumaður á Space hárstofu í Kópavogi, býður viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að fá klippingu án nokkurs einasta kurteisishjals. Hann segir marga njóta þess að láta dekra við sig í algerri þögn. Þótt Styrmir sé góður í þögninni þá er hann líka mjög skemmtilegur og spjallaralegur en hann leyfir viðskiptavinum sínum að stjórna ferðinni. Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“ Hár og förðun Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“
Hár og förðun Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira