Viðureignin hefst kl. 20:00, en bein útsending frá ARENA Gaming hefur verið í gangi síðan um 18-leitið frá mótinu. Nálgast má leikina á Stöð 2 Esports, Twitch-rás Rafíþróttasamtakanna eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Stórmeistaramótið í beinni: Úrslitin ráðast í kvöld

Úrslitakvöld Stórmeistaramótsins í Counter-Strike er framundan í kvöld. Saga og NOCCO Dusty tryggðu sig í úrslit með sigrum í gær í undanúrslitum.