Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2024 14:01 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM. Blaðamannafundurinn leystist upp í vitleysu undir lokin. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira