Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 13:35 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segist hafa fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram. „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Kveðjan sem hún vísar til er lesin auglýsing sem fór í loftið fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins, þar sem „gangnamenn á Austur-Síðu afrétti“ skoruðu á Höllu að bjóða sig fram til forseta. „Ég fer að sækja fé á fjáll á haustinn,“ svarar Halla, innt upplýsinga um „gangnamenn“. „Ég er frá bæ fyrir austan, austur á Síðu, og þetta er hópurinn sem ég hef smalað með,“ útskýrir hún. „Þetta er fólk sem ég er búin að vinna með lengi og þú kynnist fólki einhvern veginn allt öðruvísi þegar þú ert að smala á fjöllum, í alls konar aðstæðum. Þannig að þetta er alveg ótrúlega falleg kveðja,“ bætir hún við. En hefur hún þá sumsé verið að íhuga forsetaframboð? Liggur hún undir feldi? „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þessa stöðu og það er auðvitað heiður af því að þetta er mjög þýðingarmikið embætti fyrir þjóðina, bæði innanlands og utan. Og manni þykur vænt um það. En ég ætla ekki að liggja undir neinum feldi; ég held að það sé orðið mjög heitt undir feldinum, það eru svo margir undir honum,“ segir Halla. Hún sveigir sér fimlega undan mörgum útgáfum af spurningunni um það hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram. Hún útilokar það ekki eða hvað? „Ég hugsa að það liggi beinast við að fara austur,“ svarar hún, „og bara hreinsa hugann í útiveru yfir páskanna. Hitta gott fólk.“ Það sé besta leiðin til að komast að niðurstöðu, bætir hún við, sem hlýtur þá að þýða að það sé eitthvað sem hún sé að gera upp við sig.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira