„KSÍ í rauninni breytir eigin reglum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 22. mars 2024 13:00 Albert Guðmundsson var til umræðu í Besta sætinu. Getty Albert Guðmundsson, hetja íslenska landsliðsins í gærkvöld, fékk ákveðna undanþágu hjá KSÍ til að spila leikinn. Sambandið breytti eigin reglum til að heimila þátttöku hans. Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira