Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 22:07 Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðaband Íslands í fjarveru Jóhanns Berg í kvöld. Vísir/Getty Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42
Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42
Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46