Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2024 20:01 Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid bíða gesta á hlaðinu á Bessastöðum. forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira