TKO Group, móðurfélag UFC sem var stofnað í samruna við WWE glímufyrirtækið árið 2023, samþykkti greiðslu upp á 335 milljónir dollara, sem jafngildir um 45,8 milljörðum króna.
Fyrirtækið var sakað um að brjóta gegn samkeppnislögum með því að banna bardagamönnum að birtast í auglýsingum annara fyrirtækja, upphaflega var krafist 1,6 milljarð Bandaríkjadollara.
Málið átti að fara fyrir dómstóla 16. apríl – þess gerist ekki lengur þörf.
Fimm ákærur frá 2014, 2015 og 2021 voru sameinaðar í eina. Stefnendur voru fyrrum bardagaíþróttamenn sem voru samningsbundir UFC frá 2010–17. Stærstu nöfnin meðal þeirra voru Brandon Vera, Kajan Johnson, Kyle Kingsbury og Cung Le.
Our class action against the UFC has now been certified. We are now representing 1,215 fighters. This is a huge step forward in our fight to make MMA a legitimate sport. God is great!!! The power of prayer. #UFCClassAction #MMAFA https://t.co/7EC5lmOmAw pic.twitter.com/h8C5RPuNmJ
— Cung Le (@CungLe185) August 11, 2023