Rúmlega þrjátíu manns dregið forsetaframboðið til baka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 15:37 47 manns vilja komast á Bessastaði ef eitthvað er að marka undirskriftarsöfnun á vef Þjóðskrár. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem óvart hefur stofnað til meðmælasöfnunar vegna forsetakosninga í ár þegar ætlunin var að mæla með framboði. Alls hafa um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11