Naglarnir raðist í líkistu ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2024 11:41 Elliði Vignisson segir naglana sallast í líkistu ríkisstjórnarinnar. Landsbankamálið ætlar að reynast erfitt en hvort það mun ríða ríkisstjórninni á slig er önnur saga. Hún virðist tóra til að tóra fremur en nokkuð annað. Aðsend „Þetta er orðið þreytt ástand. Þetta er einhvern veginn eins og Weekend at Bernie´s, þegar þeir drösluðust með lík heila helgi. Ríkisstjórnin er löngu dauð en einhvern veginn skröltir hún áfram,“ dæsir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Hann er að öðru leyti hress og segir hamingjuna eiga heimilisfesti í Flóanum. Elliði er einn þeirra Sjálfstæðismanna sem er orðinn pirraður á ríkisstjórnarsamstarfinu og segir þá Sjálfstæðismenn, sérstaklega frjálshyggjumenn í flokknum, hafa mátt færa gríðarlegar fórnir. Langt seilst að halda lífi í ríkisstjórninni „Og þurft að kyngja meiru en góðu hófi gegnir. En það er enginn annar flokkur sem liggur nær okkar hugmyndakerfi.“ En hvað með Miðflokkinn? „Já, af öðrum flokkum liggja þeir næst Sjálfstæðisflokknum en það er auðvelt að vera með sjálfstætt aðlögunarkerfi verandi tveir í þingflokki. Það er full virðing gagnvart því hversu flókið þetta verkefni er en það dylst engum að Sjálfstæðismönnum víða um land finnst langt seilst eftir því að halda lífi í þessari ríkisstjórn.“ Elliði gerði sér mat úr Landsbankamálinu í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars: „Í ljós hefur komið komið að ríkisfyrirtækið Landsbankinn tók sig til og keypti eitt stykki Tryggingafélag fyrir 28.600 milljónir í andstöðu við vilja fjármálaráðherra, án upplýsinga til bankasýslunnar (sem fer með 98,2% eignarhlut í bankanum) og í trássi við eigendastefnu. Kaupverðið greiðist með reiðufé, svona eins og þegar maður kaupir sér kók og prins.“ Og Elliði heldur áfram og segir bankastjóranum vera „drull“: „Lilja Björk Einarsdóttir -bankastjóri í ríkisbankanum- var alveg skýr hvað þetta varðar og sagði að það breytti ekki neinu þótt að fulltrúar eigenda -fjármálaráðherra og bankasýslan- væru á móti þessum kaupum. Umorðað þá sagði hún hreint út: „Mér er drullusama hvað fjármálaráðherra, bankasýslan og allt þetta lið vill – við ætlum samt að gera þetta“. Landsbankamálið reynir á þolrif Sjálfstæðismanna Ljóst er að Landsbankamálið reynir á þolrif Sjálfstæðismanna svo um munar en mun þetta verða sú þúfa sem veltir ríkisstjórninni? Lilja Björk rífur bara kjaft? „Hún gerir það nefnilega. Sko, þetta mál einhvern veginn endurspeglar stöðu stjórnmálanna eftir hrun. þegar við héldum einhvern veginn að við gætum keypt okkur frá öllu illu með því að láta embættismenn taka ákvarðanir en ekki kjörna fulltrúa,“ segir Elliði og talar um að við sjáum hina svokölluðu armslengd í einu og öllu. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af þessu. Fólkið sem kjörið á að axla ábyrgðina og ef það bregst eigum við að kjósa eitthvað annað næst. Við leyfum þeim ekki að taka ábyrgðina, en embættismenn axla enga ábyrgð. Mér finnst þetta mál kristalla vandann sem við bjuggum til á eftirhrunsárunum. Ofan af því þarf að vinda. Það þarf að færa valdið til kjörinna fulltrúa og gera svo ríkar kröfur til þeirra. Þetta embættismannaæði er að verða sér til húðar gengið.“ Verið að gera sjóklárt fyrir kosningar En fellir þetta ríkisstjórnina? Elliði segist ekki viss um að þetta mál muni fella Ríkisstjórnina, það megi vera. „Endalaust raðast naglarnir í kistu þessarar ríkisstjórnar en ég er ekki viss. Því hefur svo oft verið spáð, þó þetta mál hefði fellt flestar aðrar ríkisstjórnir,“ segir Elliði. Honum sýnist sem menn séu að gera sjóklárt fyrir kosningar og ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fari fram í forsetann sé þessu sjálfhætt því samstarfið hefur nærst á sambandi hennar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannessonar. Nú bíða menn ákvörðunar Katrínar, hvort fer hún fram í slaginn um Bessastaði eða ekki?Stöð 2/Arnar „Ef Katrín fer ekki í forsetaframboð má vel vera að stjórnin lifi fram á vor. Gefum okkur að hún geri það þá kæmi kannski jákvæðnibylgja á Vinstri græn, þau eiga þá forsetann, og svo lafir þetta.“ Elliði segir að hann haldi ekki með stjórnmálaflokkum eins og íþróttafélögum. En sem stendur er ekki eins og annar flokkur standi sér til boða en Sjálfstæðisflokkurinn. En það sé eins og það sé orðið sjálfstætt markmið út af fyrir sig að lafa. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Kaup Landsbankans á TM Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Elliði er einn þeirra Sjálfstæðismanna sem er orðinn pirraður á ríkisstjórnarsamstarfinu og segir þá Sjálfstæðismenn, sérstaklega frjálshyggjumenn í flokknum, hafa mátt færa gríðarlegar fórnir. Langt seilst að halda lífi í ríkisstjórninni „Og þurft að kyngja meiru en góðu hófi gegnir. En það er enginn annar flokkur sem liggur nær okkar hugmyndakerfi.“ En hvað með Miðflokkinn? „Já, af öðrum flokkum liggja þeir næst Sjálfstæðisflokknum en það er auðvelt að vera með sjálfstætt aðlögunarkerfi verandi tveir í þingflokki. Það er full virðing gagnvart því hversu flókið þetta verkefni er en það dylst engum að Sjálfstæðismönnum víða um land finnst langt seilst eftir því að halda lífi í þessari ríkisstjórn.“ Elliði gerði sér mat úr Landsbankamálinu í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars: „Í ljós hefur komið komið að ríkisfyrirtækið Landsbankinn tók sig til og keypti eitt stykki Tryggingafélag fyrir 28.600 milljónir í andstöðu við vilja fjármálaráðherra, án upplýsinga til bankasýslunnar (sem fer með 98,2% eignarhlut í bankanum) og í trássi við eigendastefnu. Kaupverðið greiðist með reiðufé, svona eins og þegar maður kaupir sér kók og prins.“ Og Elliði heldur áfram og segir bankastjóranum vera „drull“: „Lilja Björk Einarsdóttir -bankastjóri í ríkisbankanum- var alveg skýr hvað þetta varðar og sagði að það breytti ekki neinu þótt að fulltrúar eigenda -fjármálaráðherra og bankasýslan- væru á móti þessum kaupum. Umorðað þá sagði hún hreint út: „Mér er drullusama hvað fjármálaráðherra, bankasýslan og allt þetta lið vill – við ætlum samt að gera þetta“. Landsbankamálið reynir á þolrif Sjálfstæðismanna Ljóst er að Landsbankamálið reynir á þolrif Sjálfstæðismanna svo um munar en mun þetta verða sú þúfa sem veltir ríkisstjórninni? Lilja Björk rífur bara kjaft? „Hún gerir það nefnilega. Sko, þetta mál einhvern veginn endurspeglar stöðu stjórnmálanna eftir hrun. þegar við héldum einhvern veginn að við gætum keypt okkur frá öllu illu með því að láta embættismenn taka ákvarðanir en ekki kjörna fulltrúa,“ segir Elliði og talar um að við sjáum hina svokölluðu armslengd í einu og öllu. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af þessu. Fólkið sem kjörið á að axla ábyrgðina og ef það bregst eigum við að kjósa eitthvað annað næst. Við leyfum þeim ekki að taka ábyrgðina, en embættismenn axla enga ábyrgð. Mér finnst þetta mál kristalla vandann sem við bjuggum til á eftirhrunsárunum. Ofan af því þarf að vinda. Það þarf að færa valdið til kjörinna fulltrúa og gera svo ríkar kröfur til þeirra. Þetta embættismannaæði er að verða sér til húðar gengið.“ Verið að gera sjóklárt fyrir kosningar En fellir þetta ríkisstjórnina? Elliði segist ekki viss um að þetta mál muni fella Ríkisstjórnina, það megi vera. „Endalaust raðast naglarnir í kistu þessarar ríkisstjórnar en ég er ekki viss. Því hefur svo oft verið spáð, þó þetta mál hefði fellt flestar aðrar ríkisstjórnir,“ segir Elliði. Honum sýnist sem menn séu að gera sjóklárt fyrir kosningar og ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fari fram í forsetann sé þessu sjálfhætt því samstarfið hefur nærst á sambandi hennar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannessonar. Nú bíða menn ákvörðunar Katrínar, hvort fer hún fram í slaginn um Bessastaði eða ekki?Stöð 2/Arnar „Ef Katrín fer ekki í forsetaframboð má vel vera að stjórnin lifi fram á vor. Gefum okkur að hún geri það þá kæmi kannski jákvæðnibylgja á Vinstri græn, þau eiga þá forsetann, og svo lafir þetta.“ Elliði segir að hann haldi ekki með stjórnmálaflokkum eins og íþróttafélögum. En sem stendur er ekki eins og annar flokkur standi sér til boða en Sjálfstæðisflokkurinn. En það sé eins og það sé orðið sjálfstætt markmið út af fyrir sig að lafa.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Forsetakosningar 2024 Kaup Landsbankans á TM Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira