Richarlison: Þetta bjargaði lífi mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 15:30 Richarlison er með risastórt hlúðflúr á bakinu á sér þar sem hann er á milli þeirra Ronaldo og Neymar Jr. Getty/Alex Pantling Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison hjá Tottenham er afar þakklátur fyrir sálfræðimeðferðina sem hann fékk sjálfur á sínum tíma og er því mjög ánægður með að brasilíska landsliðið sé nú komið með sálfræðing til starfa hjá sér. Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024 Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn