Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 11:04 Albert Guðmundsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir að hafa síðast spilað með því í júní í fyrra. Getty/Jonathan Moscrop Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag þar sem haft er eftir Þorvaldi Örlygssyni, nýkjörnum formanni KSÍ, að kæran hafi ekki áhrif á stöðu Alberts. Albert var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta en hópurinn kom saman í Búdapest í gær, vegna leiksins mikilvæga eftir tvo daga. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Albert hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Lögmaður konunnar sem kærði Albert segir málið hafa verið afar erfitt fyrir hana og að hún muni eyða ævinni í að vinna úr því. Niðurfellingin hefur nú verið kærð en það breytir þó ekki stöðu Alberts í landsliðinu, að sögn Þorvaldar. „Það var ákveðið að þjálfarinn mátti velja hann í landsliðið af því þetta var fellt niður. En við teljum að við viljum láta hann klára þetta verkefni. Stjórn ákvað það að landsliðsverkefnið telst vera hafið, leikmannahópurinn var opinberaður og Albert mun klára þetta verkefni núna,“ segir Þorvaldur við RÚV. Málið hafi verið rætt á stjórnarfundi. „Það sem stjórn KSÍ hafði að leiðarljósi voru reglur sem voru ekki alveg nógu skýrar. Við vildum gera þær skýrari, það er að segja reglur varðandi ákæruferlið. Stjórnin tók það til skoðunar á síðasta fundi að Albert muni klára þetta verkefni, og síðan munum við skoða út frá því.“ Segir KSÍ skulda afsökunarbeiðni vegna ummæla Hareide Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út meðfylgjandi yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. Með því hafi hann egnt íslensku þjóðinni gegn brotaþola sem aðeins hafi verið að leita eftir réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ummælin séu siðferðilega ámælisverð og KSÍ skuldi afsökunarbeiðni. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður. Greinin hefur verið uppfærð, eftir yfirlýsingu frá lögmanni konunnar sem kærði Albert. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag þar sem haft er eftir Þorvaldi Örlygssyni, nýkjörnum formanni KSÍ, að kæran hafi ekki áhrif á stöðu Alberts. Albert var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta en hópurinn kom saman í Búdapest í gær, vegna leiksins mikilvæga eftir tvo daga. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Albert hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Lögmaður konunnar sem kærði Albert segir málið hafa verið afar erfitt fyrir hana og að hún muni eyða ævinni í að vinna úr því. Niðurfellingin hefur nú verið kærð en það breytir þó ekki stöðu Alberts í landsliðinu, að sögn Þorvaldar. „Það var ákveðið að þjálfarinn mátti velja hann í landsliðið af því þetta var fellt niður. En við teljum að við viljum láta hann klára þetta verkefni. Stjórn ákvað það að landsliðsverkefnið telst vera hafið, leikmannahópurinn var opinberaður og Albert mun klára þetta verkefni núna,“ segir Þorvaldur við RÚV. Málið hafi verið rætt á stjórnarfundi. „Það sem stjórn KSÍ hafði að leiðarljósi voru reglur sem voru ekki alveg nógu skýrar. Við vildum gera þær skýrari, það er að segja reglur varðandi ákæruferlið. Stjórnin tók það til skoðunar á síðasta fundi að Albert muni klára þetta verkefni, og síðan munum við skoða út frá því.“ Segir KSÍ skulda afsökunarbeiðni vegna ummæla Hareide Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út meðfylgjandi yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. Með því hafi hann egnt íslensku þjóðinni gegn brotaþola sem aðeins hafi verið að leita eftir réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ummælin séu siðferðilega ámælisverð og KSÍ skuldi afsökunarbeiðni. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður. Greinin hefur verið uppfærð, eftir yfirlýsingu frá lögmanni konunnar sem kærði Albert.
Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira