„Held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þann leik“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 09:34 Íslenska landsliðið gerði slæm mistök í tapinu gegn Lúxemborg ytra, í undankeppni EM. Getty/Alex Nicodim Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide er á því að Ísland hafi oft sýnt góðar frammistöður, á löngum köflum, í leikjunum í undankeppni EM í fótbolta í fyrra. Liðið hafi hins vegar gert of mörg kjánaleg mistök, og nýtt færin illa, og því endað með of fá stig. „Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
„Maður getur alltaf sagt leikmönnum að gera ekki mistök, og að nýta færin til að skora mörk. Þá er alveg öruggt að við vinnum leiki,“ sagði Hareide þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi á föstudaginn. Ljóst er að Ísland þarf að forðast öll mistök í EM-umspilinu, gegn Ísrael á fimmtudaginn og vonandi í úrslitaleiknum 26. mars. Hareide tók við íslenska liðinu í fyrra og stýrði því í fyrsta sinn í leikjum við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli í júní. Tveimur góðum leikjum Íslands, að flestra mati, sem töpuðust hins vegar báðir, 2-1 gegn Slóvakíu og 1-0 gegn Portúgal með VAR-marki Cristiano Ronaldo í blálokin. Vill helst ekki tala um útileikinn við Lúxemborg „Þegar maður skoðar þennan leik við Slóvakíu, og hvað gekk á, þá hefðum við átt að vinna þann leik. Vanalega hefðum við unnið þann leik, og gert jafntefli við Portúgal. Það hefði verið stórkostlegt. Svo völtuðum við yfir Lúxemborg í fyrri hálfleiknum í Reykjavík, en í seinni hálfleik fór þetta 1-1 eftir skot sem hefði átt að vera varið, og sem varnarmaður hefði átt að komast fyrir. Lítil mistök verða þarna að risastórum mistökum,“ segir Hareide. Klippa: Hareide vill losna við mistökin úr undankeppninni Ísland tapaði svo 3-1 á útivelli gegn Lúxemborg áður en það fékk sjö stig úr þremur heimaleikjum, og tapaði svo 4-2 á útivelli gegn Slóvakíu og 2-0 gegn Portúgal í lokaleiknum. Leikurinn við Lúxemborg ytra fékk Hareide til að halda að einhver hefði fengið sér íslenskt brennivín fyrir leik. „Ég vil ekki einu sinni tala um útileikinn gegn Lúxemborg. Er ekki drykkur á Íslandi sem heitir Svarti dauði? Ég held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þennan leik, því við gerðum svo mörg skrýtin og kjánaleg mistök í þessum leik,“ segir Hareide. Mikilvægast að leikmenn trúi að þeir geti unnið Hareide var talsvert niðri fyrir og hann hélt máli sínu áfram í nokkra stund: „En þetta er búið núna. Við verðum að hafa alveg á hreinu að maður kemst ekki nálægt sigri, í alþjóðaboltanum, ef maður gerir kjánaleg mistök. Ekki séns. Og við verðum að nýta færin. Þetta snýst um það í svona keppnum, að geta nýtt eina færið. Ég er búinn að vera í þessari íþrótt í svo langan tíma, og hef fundið hvernig mistök verða manni að falli. Fótbolti er leikur þar sem mistök ráða úrslitum. Maður getur bara beðið leikmennina um að spila samkvæmt eigin getu. Þeir eru valdir af því að ég tel þá vera nógu góða. Við verðum að byggja upp leikmenn, því ef maður er alltaf að tala við þá um mistök þá verður hausinn fullur af mistökum. Þetta snýst meira um hvernig við auðveldum þeim að koma í veg fyrir mistök. Sumir ráða við erfiðar aðstæður og aðrir ekki, en þeir hafa allt sem til þarf. Það mikilvægasta er að þeir trúi því að þeir geti þetta saman. Að þeir sjái að ef við komum í veg fyrir kjánaleg mistök og nýtum færin betur þá verða úrslitin önnur. Ef maður er nógu þrjóskur þá koma úrslitin sem maður vill, og þá eykst sjálfstraustið og sigrarnir verða fleiri.“ Leikur Ísraels og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19:10. Fjallað verður ítarlega um leikinn og allt sem honum tengist á Vísi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira