Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld.
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld. Stöð 2

Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Óttast er að barmur hrauntjarnar gæti brostið og hraun flætt hratt yfir veginn. Við ræðum við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Heimir Már Pétursson fer yfir málið og ræðir við þingmenn stjórnarandstöðunnar í beinni.

Þá hittum við mann sem fær ekki að bera millinafnið Aftur og ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar auk þess sem við kíkjum í heimsókn í brugghús á Ísafirði og heyrum skemmtilega sögu þess.

Í Íslandi í dag hittum við Heru sem hefur fengið yfir sig drullu og skammir eftir sigurinn í söngvakepninni en þó aðallega stuðning.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×