Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 11:01 Frá leik Ísrael og Ítalíu á heimsmeistaramótinu í Mexíkó fyrir 54 árum. Það er síðasti leikur Ísraelsmanna á stórmóti. Getty/Mario De Biasi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira