Körfubolti

Tryggvi átti góðan leik í öruggum sigri Bilbao

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tryggvi Hlinason hélt sínu góða gengi áfram með Bilbao
Tryggvi Hlinason hélt sínu góða gengi áfram með Bilbao EPA-EFE/Leszek Szymanski

Tryggvi Snær Hlinason spilaði vel í 92-71 sigri Bilbao gegn Joventut í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Þetta var níundi sigur Bilbao á tímabilinu, liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan en situr nú í 11. sæti deildarinnar eftir 24 umferðir. Andstæðingar þeirra, Joventut frá Badalona, eru í 10. sætinu með 14 sigra.

Tryggvi spilaði 21 mínútu og endaði leikinn með 14 stig, 3 stoðsendingar og 8 fráköst, einn stolinn bolta og eitt varið skot.

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en í þeim seinni brunuðu heimamenn fram úr. Bilbao var fjórum stigum yfir í hálfleik en komið tólf stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk, gestirnir skoruðu svo ekki nema 13 stig gegn 26 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum og leikurinn endaði þar af leiðandi með öruggum 21 stiga sigri Bilbao.

The Fifth Quarter: Uppgjörs- og tilþrifaþáttur spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 næsta fimmtudag, 21. mars klukkan 18:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×