Líklegt að loka þurfi vegum vegna veðurs Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:09 Veðrið á Ísafirði er milt sem stendur en gul viðvörun tekur gildi þar í nótt. Vísir/Einar Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar. Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar.
Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira