Lífið

Bíða eftir tölvu­pósti frá Heims­meta­bók Guinness

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ekki hefur komið fram hvað Xartrux leggur sér mikið til munns á hverjum degi.
Ekki hefur komið fram hvað Xartrux leggur sér mikið til munns á hverjum degi.

Eigandi brasilíska kattarins Xartrux reynir nú að fá nafn kattarins ritað í sögubækurnar en hann er einn og hálfur metri að lengd og rúmlega tíu kíló. Xartrux, eða eigandi hans öllu að heldur, leitast eftir heimsfrægð og vill að upplýsingar um holdafar kattarins rati í heimsmeistarbók Guinness þar sem hann verði skráður stærsti köttur heims.

„Við erum bara að bíða eftir tölvupósti frá Heimsmetabók Guinness svo opinberar mælingar geti hafist,“ segir Márcia Regina de Oliveira, eigandi kattarins.

Kötturinn sem í dag ber hinn eftirsótta titill stærsti köttur heims er ítalskur og ellefu sentímetrum minni en köttur Márcia og segist hún því vongóð um að hann rati í bókina. Xartrux er af tegundinni Main Coon og býr með 35 öðrum köttum.

„Eins sérkennilega og það hljómar þá var Xartrux minnstur í gotinu. Fjórir kettlingar fæddust og hann vó rúmlega 80 grömm. Svo fór hann skyndilega að stækka meira en systkinin. Þegar hann var fjögurra mánaða gamall var hann risastór. Hann vó þá 4,5 kíló og var einn metri á lengd,“ segir Márcia.

Ef þessi flennistóri köttur hreppir ekki titilinn segist Márcia vita um annað dýr sem vænlegt er til vinnings.

„Hér heima er býr sonur Xartrux sem er nýorðinn fjögurra mánaða gamall og hann er 93 sentimetrar á lengd.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.