Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2024 11:01 Hákon Arnar Haraldsson hóf landsliðsferil sinn á því að mæta Ísrael, sumarið 2022. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Liðin voru nefnilega saman í riðli í Þjóðadeildinni árið 2022, og mættust í tveimur leikjum í júní. Báðir leikir fóru 2-2. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum síns riðils, Ísrael þó ofar, og sá árangur var það sem að lokum skilaði þeim í þetta umspil um eitt af síðustu lausu sætunum á EM í Þýskalandi. Þegar liðin mættust síðast lék Ísland undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og fór fyrri leikurinn fram í Ísrael. Shon Weissman tryggði Ísrael stig með marki seint í leiknum, eftir að Þórir Jóhann Helgason (með sínu fyrsta landsliðsmark) og Arnór Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1. Fyrsta mark leiksins kom eftir góðan undirbúning Manor Solomon, núverandi leikmanns Tottenham, en hann missir af leiknum núna vegna meiðsla. Leikurinn í Ísrael var jafnframt fyrsti landsleikur Hákons Arnars Haraldssonar, sem þá var nýorðinn nítján ára gamall. Hann var einnig í liðinu á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar þegar Ísland gerði aftur 2-2 jafntefli við Ísrael. Aftur skoraði Þórir Jóhann í leiknum, og kom Íslandi í 2-1, en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu, í kjölfarið á löngu innkasti Harðar Björgvins Magnússonar. Jöfnunarmark Ísraelsmanna kom eftir myndbandsskoðun, en boltinn þótti hafa farið rétt yfir línuna áður en Rúnar Alex Rúnarsson varði. Alfreð og Kolbeinn skoruðu í Tel Aviv Liðin hafa alls mæst fimm sinnum og þó að Ísland hafi skorað tvö mörk í fjórum leikjanna þá hefur liðið aldrei fagnað sigri. Fyrst mættust þjóðirnar í tveimur vináttulandsleikjum árið 1992, gerðu 2-2 jafntefli ytra og Ísrael vann svo 2-0 útisigur á Laugardalsvelli. Þau mættust svo aftur í vináttulandsleik í Tel Aviv árið 2010, þar sem Ísrael vann 3-2 í leik þar sem Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira