Sex dagar í EM-umspil: Aftur íslensk þjóðhátíð í München? Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 11:00 Íslenska landsliðið fagnar marki gegn Slóvakíu síðasta sumar. Komist liðið á EM verða Slóvakar á meðal mótherja þess. vísir/Diego Hvað ef að íslenska karlalandsliðið í fótbolta næði að vinna EM-umspilið og tryggja sér farmiðann til Þýskalands í sumar? Dagskráin liggur fyrir. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní. Möguleiki á sextán liða úrslitum Á EM taka 24 þjóðir þátt, í sex fjögurra liða riðlum, og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í 16-liða úrslit. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti komast einnig áfram, svo vonin um sæti í 16-liða úrslitum er vel raunhæf og einn sigur gæti dugað til þess, eins og hefur sýnt sig á síðustu mótum. Það má líklega segja að Íslendingar, eða sigurvegarar umspilsins sem Ísland er á leið í, séu heppnir með riðil á EM. Dauðariðill mótsins er alla vega B-riðill; Spánn, Króatía, Ítalía og Albanía. Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku verða væntanlega með Belgum á EM en De Bruyne hefur glímt við meiðsli í vetur og missir af vináttuleikjum í þessum mánuði.Getty/Philippe Crochet Belgar eru langlíklegastir til að vinna E-riðilinn, jafnvel þó að þeir hafi dalað og fallið út með skömm á HM í Katar. Stærstu stjörnurnar eru farnar að eldast eða hreinlega hættar, en liðið er samt með urmul gæðaleikmanna og nægir að nefna Manchester City-mennina Kevin De Bruyne og Jérémy Doku, eða þá Thibaut Courtois, Leandro Trossard og Romelu Lukaku. Belgar leika undir stjórn Domenic Tedesco og hafa ekki tapað einum einasta leik frá því að hann tók við af Roberto Martínez eftir HM-fíaskóið. Rúmenar afar sannfærandi í undankeppninni Rúmenar hafa komist á mikið flug frá því að þeir töpuðu 2-1 fyrir Íslandi á Laugardalsvelli haustið 2020, í undanúrslitum umspilsins fyrir síðasta EM. Liðið er ekki skipað neinum stórstjörnum en hefur gert góða hluti undir stjórn Edward Iordanescu. Rúmenar gerðu sér lítið fyrir í fyrra og unnu sinn riðil í undankeppni EM, án þess að tapa leik, og enduðu til að mynda fimm stigum fyrir ofan Sviss og sjö stigum fyrir ofan næstu mótherja Íslands, Ísrael. Andstæðingur sem Ísland þekkir vel Slóvaka þekkjum við Íslendingar svo enn betur eftir að hafa mætt þeim tvívegis í undankeppni EM á síðasta ári, og tapað í bæði skiptin. Fyrri leikurinn var sá fyrsti hjá Íslandi undir stjórn Åge Hareide og afar svekkjandi að flott frammistaða Íslands skyldi ekki duga til annars en 2-1 taps. Í útileiknum voru Slóvakar hins vegar sannfærandi og unnu 4-2. Slóvakar eru með menn á borð við Milan Skriniar, Stanislav Lobotka, Ondrej Duda og markvörðinn Martin Dúbravka innanborðs, og ætla sér eflaust að veita Belgum keppni um efsta sæti riðilsins. Fyrst á dagskrá er hins vegar EM-umspilið. Åge Hareide tilkynnir landsliðshóp sinn klukkan 16 í dag og Vísir fylgir íslenska liðinu svo eftir í Búdapest í næstu viku. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. 13. mars 2024 10:58 Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní. Möguleiki á sextán liða úrslitum Á EM taka 24 þjóðir þátt, í sex fjögurra liða riðlum, og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í 16-liða úrslit. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti komast einnig áfram, svo vonin um sæti í 16-liða úrslitum er vel raunhæf og einn sigur gæti dugað til þess, eins og hefur sýnt sig á síðustu mótum. Það má líklega segja að Íslendingar, eða sigurvegarar umspilsins sem Ísland er á leið í, séu heppnir með riðil á EM. Dauðariðill mótsins er alla vega B-riðill; Spánn, Króatía, Ítalía og Albanía. Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku verða væntanlega með Belgum á EM en De Bruyne hefur glímt við meiðsli í vetur og missir af vináttuleikjum í þessum mánuði.Getty/Philippe Crochet Belgar eru langlíklegastir til að vinna E-riðilinn, jafnvel þó að þeir hafi dalað og fallið út með skömm á HM í Katar. Stærstu stjörnurnar eru farnar að eldast eða hreinlega hættar, en liðið er samt með urmul gæðaleikmanna og nægir að nefna Manchester City-mennina Kevin De Bruyne og Jérémy Doku, eða þá Thibaut Courtois, Leandro Trossard og Romelu Lukaku. Belgar leika undir stjórn Domenic Tedesco og hafa ekki tapað einum einasta leik frá því að hann tók við af Roberto Martínez eftir HM-fíaskóið. Rúmenar afar sannfærandi í undankeppninni Rúmenar hafa komist á mikið flug frá því að þeir töpuðu 2-1 fyrir Íslandi á Laugardalsvelli haustið 2020, í undanúrslitum umspilsins fyrir síðasta EM. Liðið er ekki skipað neinum stórstjörnum en hefur gert góða hluti undir stjórn Edward Iordanescu. Rúmenar gerðu sér lítið fyrir í fyrra og unnu sinn riðil í undankeppni EM, án þess að tapa leik, og enduðu til að mynda fimm stigum fyrir ofan Sviss og sjö stigum fyrir ofan næstu mótherja Íslands, Ísrael. Andstæðingur sem Ísland þekkir vel Slóvaka þekkjum við Íslendingar svo enn betur eftir að hafa mætt þeim tvívegis í undankeppni EM á síðasta ári, og tapað í bæði skiptin. Fyrri leikurinn var sá fyrsti hjá Íslandi undir stjórn Åge Hareide og afar svekkjandi að flott frammistaða Íslands skyldi ekki duga til annars en 2-1 taps. Í útileiknum voru Slóvakar hins vegar sannfærandi og unnu 4-2. Slóvakar eru með menn á borð við Milan Skriniar, Stanislav Lobotka, Ondrej Duda og markvörðinn Martin Dúbravka innanborðs, og ætla sér eflaust að veita Belgum keppni um efsta sæti riðilsins. Fyrst á dagskrá er hins vegar EM-umspilið. Åge Hareide tilkynnir landsliðshóp sinn klukkan 16 í dag og Vísir fylgir íslenska liðinu svo eftir í Búdapest í næstu viku.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. 13. mars 2024 10:58 Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01
Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. 13. mars 2024 10:58
Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti