Kvöldið hefst með viðureign FH og Sögu. Sýnt verður frá leiknum í beinni útsendingu kl. 18:00. Á meðan viðureign FH og Sögu stendur yfir mætast Aurora og Ármann. Hefst sá leikur kl, 19:45.
Að lokum etja svo kappi lið Þórs og Vallea kl. 21:00. NOCCO Dusty og Breiðablik áttu skráðan leik í kvöld, en þeim leik hefur verið frestað.
Beina útsendingu frá viðureignum FH - Sögu og Þór - Vallea verður að finna á Stöð 2 Esports, Twitch-rás Rafíþróttasamtakanna og í spilaranum hér fyrir neðan.